Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 81

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 81
SKINFAXI 81 veiðimennirnir furðu jafnir að liæfileikum, og árang- urinn fer eftir þvi. Stundum á Ölafur flesta fiska inn- an borðs. Það er Iíka von, þvi að hann liefir áður rennt færi. Þeir keppast liver við annan. Og enginn vill láta sinn hlut, vera minnstur veiðimaður, því að enginn er annars hróðir i leik. , Dagurinn líður, og hann er floginn fyr en varir. Tí- bráin titrar. Það ymur i strengjum árinnar inni i daln- mn. Og hafið blikar í sólskininu. Um liádegi róa þeir til lands. Yeiðin er að visu litil enn, og því fer fjarri, að þeir séu ánægðir með sinn hlut. Þeir ætla ekki heldur að leggja árar í bát, ekki alveg. En næst ætla þeir að hugsa eitthvað um munn og maga. Þeir hafa ekki haft neitt nesti með sér. Og þeir róa til lands, brýna bátnum og ganga heim að Vík. --------- Þeir ýta frá landi í annað sinn, Ólafur, Geir og Grím- ur. Nú fara þeir lengra en áður út á fjörðinn, en eru þó nær landinu Yíkur megin. Þeir finna ekki fiskinn, ekki nógan fisk finnst þeim. Og þetta reynir á þolin- mæðina. Fiskurinn er tregur, þó virðist hann vera til i djúpinu. Hann vill bara ekki bita á agnið! Þeir draga samt einn og einn fisk. En seint sækist það samt sem áður. Þegar á kvöldið líður, er það annað, sem að sér dreg- ur athygli veiðimannanna. Það eru hvalirnir, sem vaða í sjónum umhverfis þá. Hnísurnar hafa verið fjarri um stund. En nú er sem þær spretti upp úr djúpinu hing- að og þangað. Og nú gerast þær svo djarfar, að koma upp umhverfis bátinn í fárra faðma fjarlægð. Nú grípur Ólaf veiðihugur mikill, meiri en nokkru sinni fyr. Hann gripur byssuhólkinn sinn. Hann kemur sér nú vel. Ólafur heldur á byssunni og er viðbúinn að skjóta, hvenær sem færi gefst. , Ein hnísa kemur upp sem allra snöggvast. Hún er 6

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.