Skinfaxi - 01.03.1936, Síða 84
84
SKINFAXI
drjúgur til hvers, sem gera þurfti — einn meðal þeirra
styrku stoða, sem ungmennafélagsskapurinn hvílir á.
Jón Magnússon fæddist að Steinum undir Eyja-
fjöllum 22. marz 1894, fluttist ársgamall að Klaust-
urhólum í Grímsnesi og átti þar æ siðan heima. Eigi
kann eg að rekja ætt hans, en foreldrar hans eru
Sigríður Jónsdóttir og Magnús Jónsson í Klaustur-
hólum. Magnús er meðal kunnustu öndvegisbænda
í Árnessýslu og hefir mjög látið til sín taka í fram-
faramálum héraðsins. En bústjórn öll innan stokks
að Klausturhólum ber þess vottinn, að kona hans er
honum enginn eftirbátur. Þarf því eigi að leita langt
í ættir að góðum hæfileikum Jóni til handa.
U.M.F. Hvöt i Grímsnesi er meðal elztu ungmenna-
félaga landsins og hefir jafnan verið í tölu fjölmenn-
ustu og aðsópsmestu félaga á Suðurlandsundirlendi.
Alltaf hefir félagið átt örugga stoð i Klausturhóla-
heimilinu, og voru bræðurnir þar, Jón og Björgvin,
alla stund meðal fremstu athafnamanna félagsins.
Jón gekk í félagið þegar, er hann hafði aldur til
að félagslögum, og 17 ár samfleytt gegndi hann þar
gjaldkerastarfi, eða árin 1914—’31.
Jón Magnússon stundaði búfræðinám að Hvann-
eyri tvo vetur, 1929—’31. Að öðru leyti var hann prýði-
lega sjálfmenntaður maður, hafði lesið mikið og
kunni glögg skil á íslenzkum bókmenntum og al-
mennum málum. Hann kvæntist elcki og gat engi
börn. Hann lézt í sjúlcrahúsi í Reykjavík 25. október
1934, og varð blóðeitrun honum að bana. Eiga U.M.F.
þar á bak að sjá lieilum og góðum félagsmanni, sem
vann mikil störf í kyrrþei, án þess að horfa til viður-
kenningar. Þykir mér því vel hæfa, að Skinfaxi
geymi nafn hans.
A. S.