Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 86

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 86
86 SKINFAXI Halldór Kristjánsson: Áfengi og tóbak. (Stjórn Ungmennasambands VestfjarSa hefir sent Skinfaxa ritgerð þessa og óskað birtingar. Eg tel því sjálfsagt, að birta hana, enda þótt eg telji selbita höf. í garð dr. G. Claessens alveg ástæðulausa. — En taka vil eg það fram, að eftir þeirri þekkingu, sem eg hefi fengið á æskulýð, við kynningu og nám, er eg ekki í vafa um, að hin hófsama ritgerð dr. G. Cl., sem tekur manneðlið eins og það er, hefir miklu meiri bindindisáhrif en tilslökunarlaus prédikun. Er eg þó persónu- lega tilslökunarlaus bindindismaður. — Ritstj.). Eg hlustaði ú útvarpserindi herra Gunnlaugs Claess- ens doktors um kaffi, tóhak og áfengi, í hittifyrra. Hefi cg oft hugsað um kenningar þær, sem þar komu fram, og þótt þær athugaverðar. Eg varð því feginn að fá er- indið á prenti, svo að eg gæti skoðað það i tómi, því að okkur hætlir við þvi, að rengja heyrnina og minnið eftir að hafa meðtekið furðulega speki í hraðfleygu útvarps- erindi. Doktorinn talar um málin frá sjónarmiði vís- indamannsins. Þá finnst mér rétt, að sjónarmið alþýðu- unglingsins komi á eftir. Eftir því, sem þjóðfélögin og samfélag manna yfir- leitt þroskast, verður næmari skilningur fólksins á fé- lagslegum dyggðum. Það, sem kalla mætti samábyrgð lífsins, verður stöðugt Ijósara og Ijósara. Fleiri og fleiri skilja það, að örlög manna fléttast ávalt saman, svo að þeir eru samstarfsmenn að hamingju sinni. Mönnum skilst, að hver einstakur er háður gæfu heildarinnar, en hið fornkveðna, að hver sé sinnar gæfu smiður, er ákaflega takmarkaður sannleikur. Fleiri og fleiri skilja það, að sérhvert starf, sérhvert orð, sérhver hugsun á sinn þátt í því að skapa það umhverfi, sem mótar kom- andi menn. Sérhver ráðandi hneigð er dropi i straumi límans, — straumi tímans, sem lirífur börn og ung-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.