Skinfaxi - 01.03.1936, Síða 87
SKINFAXI
87
linga í fang sér, áður en þeim er vaxiS sjálfstæði og
gagnrýni, og fleytir þeim með sér. Barnið og ungling-
urinn er varnarlaust fyrir þeim áhrifum, sem aldar-
háttur og bæjarbragur vekja. Barnið teygar það and-
rúmsloft, sem því er búið, hvort sem það er illt eða gott.
Því er það svo þýðingarmikið fyrir hvern sem er, að al-
ast upp við heilbrigðan liugsunarhátt og mótast af holl-
um félagsanda og göfugum tiflinningahætti. Sá, sem
skilur þetta, veit, að hann er að leggja til efnið í ham-
ingju yngra fólks. Framkoma þin er að móta lífskjör
og liugsjónir litlu barnanna, sem verða eftirmenn þínir.
Þú ert alltaf að greiða atkvæði um það, hver verða skuli
hamingja þjóðar þinnar á komandi tímum.
Þessi hugsunarháttur, þessi skilningur er stöðugt að
móta þjóðlíf okkar meira og meira. Hann kýs feigð á
gamlar stefnur og vekur nýjar hreyfingar, því að hann
ei lífsskoðun. í skjóli hans hefir bindindishreyfingin
vaxið og þroskazt.
Ykkur finnst ef til vill, að bindindishreyfingin eigi
örðugt uppdráltar þessi árin, og vegur hennar sé lítill.
Mér skilst líka, að doktor Gunnlaugi finnist það. Og
þetta er vissulega rétt, þegar miðað er við það, hvað
ætti að vera og þyrfti að vera. En viðhorfið er nokkuð
annað, ef við gætum þess, að fyrir einum hundrað ár-
um var enginn bindindisfélagsskapur til hér á landi. Það
eru aðeins laus fimmtiu ár síðan skipulögð starfsemi í
bindindisátt hófst með þjóð okkar. Fimmtíu ár er lítill
timi úr æfi þjóðar. Það er engin von til þess, að göfug
hugsjón vinni fullnaðarsigur á þeim tíma. Slikt væri
dæmalaust. Menningarlegt eða réttara sagt ómenning-
arlegt erfðaböl þjóðarinnar þurrkast eklci út, nema fyrir
ósleitilega baráttu beztu manna margra kynslóða. Það
sannar öll sögumenntun.
Alstaðar, þar sem sótzt er með rökum um áfengis-
mál og vitið er tilkvatt, eru vínmenn í varnaraðstöðu.
Enginn heldur því fram, að taumlaus drykkjuskapur