Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 93

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 93
SIÍINFAXI 93 betri, sannari og meiri gleði fyrir skotsilfur sitt með öðru en tóbakskaupum. Það má vel veita sér skugga- lausa gleði. Á það verður aldrei ofmjög bent. Eg þekki eitt heimili, þar sem eru fjórir fullorðnir „meinlæta- menn“ á mælikvarða Gunnlaugs. Gerum ráð fyrir, að þessir fjórir tækju nú tóbakið sér til nautnar og skemmtunar. 1 staðinn yrðu þeir að láta eitthvað, t. d. úívarpstæki, h. u. b. 20 blöð og tímarit og tvo reiðhesta. Hvort er nú meiri meinlætalifnaður? Megi eg svara, þá segi eg að doktorinn hafi umsnúið sannleika í lýgi og tóbakið sé eitthvað grimmdarlegasta píslartæki is- ienzkrar alþýðu. Það er þyngra böl, að skorta nauð- synjar, heldur en að vera laus við „hjartslátt, velgju, svita og slappleika“. íslendingar hafa greitt úr landi fullar fjörutíu mil- jónir króna fyrir áfengi og tóbak á þessari öld. Ætli það fé hefði ekki getað orðið til meiri, dýpri og varan- legri gleði á annan hátt? Það skyldu þeir hugleiða, sem tala um skemmtanir skemmdarnautnanna. Þá er það augnabliksnautnin og stundarhressingin, sem doktorinn segir að vanir tóbaksmenn hafi. Eg hef ekki fundið það, að vanir tóbaksmenn væru lífsglaðari og kátari hverdagslega heldur en við, sem forsmáum skaðnautnirnar. Hitt veit eg, að ef þá vantar tóbakið verða þeir hrjóstumkennanlega aumir. Þá verða þeir önuglyndir og leiðir og geta ekki á heilum sér tekið. Nautnin er þvi raunar sú, að komast i eðlilegt skap. Það er bæði illt og broslegt, að sjá tóbaksmenn öfuga og snúna að leita að ílátinu sinu. ; Svo er það andlega hressingin. Sumir trúa þvi að þeir hugsi skarpara eftir að hafa fengið sér nefdrátt, reyk eða staup. í því tilefni þykir mér hlýða að vitna í ennþá frægari mann en herra Claessen. Sá maður er ameríska skáldið Jack London. London var 'einn þeirra manna, sem neytti áfengis daglega, en án þess að á honum sæi, og „eins og sið-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.