Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 95

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 95
SKINFAXI 95 Það er fallegt af dr. Gunnlaugi, að ráðleggja skóla- hörnum bindindi fram undir tvítugsaldur. En nú er það lögmál, að börnin vilja sem fyrst verða menn. Því vilja þau sem fyrst geta sýnt á sér þroskamerki. Eftir kenningu herra doktorsins á tóbaksnautnin að vera eitt þroskamerkið. Það er ráð til þess, að unglingarnir verði sólgnir í tóbakið. Hitt væri sæmra að sýna það, að enga hreysti eða manndóm þarf til að neyta tóbaks, að það getur hver óvalinn glópaldinn, en hitt ætti að vera keppikefli ungra manna að lifa heilbrigðu lífi við hollar nautnir, sem auka manngildið. , Þær staðreyndir, sem eg vil að síðustu rifja upp, eru þessar: Áfengi og tóbak valda ósegjanlega miklu böli. Þeirra vegna eyðileggst líf ýmsra manna. Venjur hinna liófsömu laða til eftirbreytni og verða þúsund- um til falls. Við förum engis góðs á mis við það, að vera afsláttarlausir bindindismenn, en með því tökum við virkan þátt í velferðarbaráttu þjóðarinnar. í þeirri baráttu getur æskan fundið sér tilgang, sem gerir lífið þess vert, að lifa því. Þorláksmessudag 1935. Bækur. Jóhannes úr Kötlum: Samt mun eg vaka. Þetta fjórða Ijóðasafn Jóhannesar úr Kötlum er kærkominn fengur, engu síður en fyrri bækur hans, enda yrkja nú eigi önnur ljóðskáld vor betur en hann. Og alltaf vex hann með hverri bók, að Ijóðrænum yndisleik, myndauðgi og persónu- legum krafti. Hér er hvert kvæðið öðru snjallara, og „Útlend- ingur“ þó líklega fremst. Hefir eigi verið öðru sinni betur

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.