Skinfaxi - 01.04.1944, Qupperneq 3
____ SKINFAXI___________________3__
isstjórn að halda fast við þær ákvarðanir, sem þegar
hafa verið teknir varðandi r.jálfstæðismálið, og vinna
hiklaust að því, að ísland verði lýðveldi eigi síðar en
júní 1944, og vísar í því sambandi til ályktunar síð-
asta þings U.M.F.Í. að Haukadal 1940.“ En hún var
j,Þrettánda þing U.M.F.f. haldið í Haukadal dagana
20..—22. júní 1940 lýsir yfir, að stefna ungmennafélag-
unna er, að íslendingar taki að fullu öll mál í sínar
i'endur eflir 1943, samkvæmt heimild í sambandslög-
unurn.1'
Oðiim nálgast úrslitastundin. Umf. munu, sam-
kvæmt sögn sinni og yfirlýsingum, kappkosta, að
hún megi verða þjóðinni til varantegrar sæmdar.
Sköpum eldlegan álmga fgrir því, að hver einasti
kjósandi greiði atkvæði með sambandsslitum og lýð-
veldisstjórnarskránni, þegar atkvæðagreiðslan fer
fram, 20.—23. maí n.k. Kjörsókn þarf að skipuleggja
vandlega, og má engan kjósanda vanta, sem neytt
getiir atkvæðisréttar síns. Léleg þátttaka og tómlæti
1,1 n lausn sjálfstæðismálsins grði þjóðinni ævarandi
vanvirða. Heiðrum minningu Jóns Sigurðssonar og
annarra góðra íslendinga, sem fórnuðu frelsinu lífs-
xtarfi sínu, með því að endurreisa lýðveldið með einu
samþgkki. Tökum öflugan þátt í hátíðahöldunum 17.
JÚní n.k. Gerum þann dag að þjóðhátíðardegi í fram-
Uðinni.
Ungmennafélagar! Verum jafnan trúir kjörorðinu:
Islandi allt!
Rcykjavík, 30. marz 1944.
Eiríkur .1. Eiríksson,
Daníel Ágústínusson, Halldór Sigurðsson,
Gísli Andrésson, Grímur Norðdahl.