Skinfaxi - 01.04.1944, Page 13
SKINFAXI
13
Snæfellskir ungmennafélagar, sem kosningarrétt haf-
ið, og aðrir kjósendur á Snæfellsnesi! Sýnið fullveldi
þjóÖarinnar og minning hennar beztu manna, sóma
iueð betri kjörsókn en nokkru sinni fyrr, þegar rnálið
er lagt undir ykkar atkvæði. Og umfram allt: Verum
sannir íslendingar við kjörborðið.
En minnumst þess, ungmennafélagar, að fengnu
fi'elsi, að engin þjóð getnr verið sannfrjáls lil lengdar,
ef bún á marga einstaklinga, sem illar ástríður og ó-
mennska herja á — og sigra.
Verum enginn okkar í hópi þeirra manna. Þá og
þá fyrst getum við skrumlaust sagt:
íslandi allt!
Halldór Sigurðsson Staðarfelli,
formaður Ungmennasambands Dalamanna:
Mál málanna.
Ungmennafélögin hafa starfað hér á landi tæpa fjóra
áratugi, og unnið mikið starf í menningar- og félags-
málum þjóðarinnar. Andi og tilgangur ungmennafé-
laganna liefir jafnan verið að auka frelsi, menntun,
og sjálfstæði einstaklinga og þjóðarheildarinnar.
Enda hafa þau frá upphafi tekið virkan þátt í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar. Þau hófu starf sitt um það
leyti, sem fánamálið var hér efst á baugi og fylgdu mál-
inu fast fram í þeim ótökum. Og svo hefir jafnan verið,
er til átaka liefir komið um sjálfstæði þjóðarinnar. Nú,
er við erum að stiga síðasta sporið i sjálfstæðisbarátt-
unni, vilja ungmennafélögin enn rétta fram starfandi
hönd.
Fæstir munu neita því, að þrátt fyrir margt, sem
aflaga hefir farið, þá hafi þó íslendingar lifað mesta