Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 16

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 16
16 SKINFAXI Verður stigið. Enginn góður ungmennafélagi, enginn góður Islendingur lætur sig vanta, þegar þjóðaratkvæða- greiðslan fer fram um sambandsslitin. Frumbyggjar þessa lands, sem heldur kusu að leggja leið sína um úf- ið haf á ófullkomnum skipum og hefja landnám á hrjóstrugri eyju norður við ísliaf, en búa undir áþján og ásælni konungs- veldisins, unnu frelsinu umfram allt. En það er ekki síður vandi að gæla i'engins fjár en afla þess. Frelsinu var glatað um slund fyrir skammsýni og sundrung. Þjóð okkar var smáð, undirokuð, arð- rænd og þrælkuð á alla lund. Fyrir þróttmikla og órengilega baráttu okkar beztu sona höfum við aftur öðlazt frelsi, og innan skamms verður öll þjóðin að því spurð, hvort hún vilji og þori að lifa sem frjáls þjóð i frjálsu landi. Á svari þjóðarinnar við þessari spurningu lilýtur dómur allra þeirra, sem lil hennar þelckja, að byggjast. Þjóð, sem ekki stendur sameinuð eða sýnir tómlæti í slílcu máli, hlýtur að fella þann dóm yfir sjálfri sér, að hún sé þess ekki umkomin að stjórna sér sjálf. Eng- inn má bregðast skyldu sinni, enginn má svikja á ör- lagastund. Heiðrum minningu Jóns Sigurðssonar með því að sýna það 17 júní n. k., að við erum arftakar þeirra manna, sem settu frelsið öllu ofar. Látum at- kvæðagreiðsluna um sambandsslitin og stofnun lýð- veldisins 17. júní 1944 verða okkur lil sóma í nútíð og

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.