Skinfaxi - 01.04.1944, Page 17
SKINFAXI
17
framtíS. — Og þið, sein eruð meðlimir U.M.S.N.B.,
gerið ykkar til þess að 17. júní megi verða mesti merk-
isdagur íslenzku þjóðarinnar. Berið í nafni ungmenna-
félaganna merkið hátt þann dag.
Breiðfirðingar! Sýnið það í verkinu, þrátt fyrir erf-
iðar og óhentugar samgöngur, að hlutur ykkar slcal
ckki vera minni en þeirra, sem við betri skilyrði búa.
Sigurður J. Líndal Lækjamóti,
formaður Ungmennasambands V.-Húnvetninga:
Atkvæðagreiðslan er mat á frelsisvilja þjóðarinnar.
Lokaþátturinn í sjálf-
stæðisbaráttu íslendinga
er að hefjast. 1 aldaraðir
liel'ir þjóðin lotið erlendu
valdi, og öld eftir öld
þjáðst undir erlendri kúg-
un. Siðan landnáms-
mennirnir festu sér
hyggð- liefir hún þráð að
vera frjáls, þráð að mega
lifa óháð í sínu eigin
landi. Mega njóta auð-
legðar þess og fegurðar,
og mega unna þvi óháðu
erlendu valdi. Og nú, ein-
mitt nú, erum við komin
að lokatakmarkinu, í
meir en aldar langri baráttu fyrir frelsi lands og þjóð-
ar. Þessari baráttu, sem mætustu synir þjóðarinnar hafa
fórnað ævistarfi sínu og lagt í sinn dýrasta auð. Hvílík-
ur áfangi! Hlýtur ekki hverjum syni og hverri dóttur
2