Skinfaxi - 01.04.1944, Page 18
SKINFAXI
18
Fjallkonunnar aS hlýna um hjartarætur við þá liugsun?
— Þó að sjálfstæðisbaráttan iiafi nú fengið á sig annan
hlæ en áður, og undarleg örlög hafi fært okkur nú þegar
fiest, sem um var deilt, má það ekki slinga svefnþorm
hugsun nokkurs Islendings. Atkvæðagreiðslan um sam-
bandslögin, sem fram á að fara á vori komanda, er ekki
aðeins formastriði, sem þarf að fullnægja vegna sam-
bandsslitanna. /IIún er tákn um sjálfstæðisvilja þjóðar-
innar. Tákn um baráttuvilja liennar fyrir frelsi sinu
og tilverurétti sem sjálfstæðrar þjóðar. Tákn um þroska
hennar og samheldni. Og hún á að geta orðið stolt
hennar. Atburður, sem liver frelsisunnandi sonur fóst-
urjarðarinnar getur hugsað til með ánægju.
Ungmeimafélagar í V.-Húnavatnssýslu og ungmenna-
félagar um land allt! Vinnum að því, að þjóðaratkvæða-
greiðslan um sambandslögin verði fjölsótt og að hún
geti orðið þjóðinni til sóma. Með því vinnum við fram-
1ið þjóðarinnar, félagsskap okkar og okkur sjálfum.
Sigurður Brynjólfsson Sauðárkróki,
formaður Ungmennasambands Skagfirðinga:
Frelsishugsjónin.
„Ó, frelsi, frelsi! Hugsjón alls, sem á
í eSli sínu lífsins vaxtar þrá.
Þú allra stórra vona mark og mið,
sem mannsins gáfu opnar hæstu svið.“
Ótcljandi eru þau Ijóð, er frelsinu eru sungin og
óteljandi eru þær förnir, sem því eru færðar. Ef þú
ert sonur undirokaðrar þjóðar, þá helga þú felsisbar-
áttu bennar lif þitt og krafta, og hún mun um aldur og
eilífð blessa minningu þína.