Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 19

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 19
SKINFAXI 19 Islendingar hafa varðveitt minningu margra dáð- ríkra ])egna sinna, þó að fleiri hafi horfið í gleymsku- djúp timans. En hjartast er þó yfir minningu þeirra manna, sem barizt hafa fyrír frelsi og sjálfstæði íslands, og það er ekki liklegt, að tilfinningar þjóðarinnar til þessara manna eigi eftir að breyt- ast, svo langt sem tíminn nær fram. Islendingar liafa nú lif- að sem undirokuð þjóð i hart nær 7 aldir. Hörm- ungar þær, sem þjóðin hefir orðið að þola af þeim, sem þjáðu hana, er öllum bezt að sé sem fyrst grafnar og gleymdar, að SigurSur Brynjólfsson. minnsta kosti að vissu marki, en til þess að það megi verða, verður liún að öðlast frelsi sitt að fullu. Sá, sem hlekki ber, gleymir þvi tæpast, hver lagði þá á liann. Þvi miður eru ennþá til íslendingar, sem að manni skilst einna lielzt kurteisinnar vegna telja aðskilnað íslands og Danmerkur ekki tímabæran eins og nú standa sakir. Þessir menn eru bjartsýnir á stjórnmála- legt réttlæti eftirstríðssamninganna, og skal það ekki lastað; en ég held, að svolítil tortryggni og varúð í ekki minna máli en þar, sem um frelsi landsins er að ræða, gætu hvorki Danir né aðrar þjóðir, sem nú berjast fyrir frelsi sínu, talið þeim til lítilmennsku eða ódrengskap- ar. Þessi hópur er fámennur — svo fámennur, að það er ekki einu sinni hægt að tala um minnihluta í sam- bandi við hann. En í honum eru því miður menn, sem 2*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.