Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 22

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 22
22 SKINFAXI þeir geti ei sjálfir lagt neitt til mála. Það sé því ó- drengilegt samúðarleysi við sambandsþjóðina, að skilja við hana í þyngstu raun hennar. En eru þeir að nokkru bættari, þótt við bíðum með að Iieimta rélt okkar? Er ekki varhugavert á slíkum timum sem þessum að bíða og liika, þegar að liika gæti verið það sama og tapa? Hitt er rétt og satt, að á annan liátt og undir skemmti- legri kringumstæðum munu flesir liafa hugsað sér þessa mikiu slund íslenzku þjóðarinnar. Og það þarf bjarsýni og þor til þess að stíga slíkt spor ó tímum, er réltur hinna fáu og almenn mannréttindi eru að vellugi virt. Sýnum, að við höfum þessa bjartsýni, þrelc og næga trú á framtíðina og tilverurétt þjóðar okkar. Minnumst þess, að með því að stofna lýðveldi á íslandi einmitt nú, lyftum við fána lýðræðis og mannréttinda hótt og hikum ei við að fylgja fram rétti smáþjóðar, sem þúsund ára barátla hefir helgað, þótt blóðug böð- ulshendi sé reidd að réttlætinu í heiminum. Með því lýsum við yfir fyrir alheimi fylgi okkar við réttmæt- an málstað hinna undirokuðu smáþjóða og þá fyrst og fremst frændþjóðanna á Norðurlöndum. Máske er þeiin það ekki einskis virði? Við sjáum, bve bin þyngsta raun sameinar þær í einni trú, í einn voldugan vilja, brennandi, eldheita ættjarðarást, sem liin grimmasta harðstjórn fær ei brolið né bugað. Við skulum læra af þessum þjóðum, þótl ei séum í slíkum nauðum sem þær, heldur frjálsir. Sameinumst um þetta helgasta mál okkar í einlægri ættjarðarást. Sameinumst á kom- andi vori við kjörborðið í einn vilja og trauslri trú á framlíðina. Ef við gerum það, ]iá mun enginn vera hikandi, heldur vita, bvað honum ber að gera. Þá murnun við geta haldið hin miklu tímamót bátíðleg, með þeirri ábyrgðartilfinningu, alvöru og einlægni, er hæfir slíkri stund. En jafnframt með djúpum skilningi og hluttekningu í kjörum frændþjóðanna. Sýnum, að

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.