Skinfaxi - 01.04.1944, Page 23
SKINFAXI
23
við séum fulltrúar þess réttar, er heimur framtiðarinnar
verður að taka fullt tillit til.
Ungmennafélagar! Munum hvað okkur her að gera,
er hin mikla ákvörðun skal tekin.
Islandi allt!
Þorgeir Sveinbjarnarson Laugum,
formaður Þingeyings, ungmennasamb. S.-Þingeyinga:
Sjálfstæðisbaráttan heldur áfrem.
Takmarkinu er náð í
sjálfstæðisbaráttunni 17.
júní 1944 vérður lýðveld-
ið endurreist. Draumur-
mn hefir rætzt.
Hvað sagði ég? Talí-
markinu náð. íslendingar
irjálsir.
Slcuggi eins mesta stór-
veldis heimsins er yfir
landinu. (Herviðjarnar
prýsta víðar að en menn
grunar.
Innbyrðis ósamkomu-
lag er í algleymingi. Ilver
höndin upp á móti ann-
Þorgcir Sveihbjarnarson. arri Aðkallandi stór-
vandamál híða óleyst vegna þessa. Menn óttast, að stríð-
inu loknu, öngþveiti í atvinnumálum þjóðarinnar.
Mörgnm menningarmálum er svo komið, að ýmsir
telja, að ástandið hafi aldrei verið vex-ra.