Skinfaxi - 01.04.1944, Side 24
24
SKINFAXI
Þetta er hin frjálsa þjóð 1944.
Það, sem einu sinni var takmarkið, er nú orðið áfangi
í sjálfstæðisharáttunni.
En þeim áfanga náum við 17. júni n. k., þrátt fyrir
alla sundurþykkju. Hvort sem við erum „hraðskilnaðar-
menn“ eða „lögskilnaðarmenn“. Það, sem Alþingi sam-
þykkir í þessu máli, samþykkjum við einnig. Allir ís-
lendingar greiða atkvæði með stofnun lýðveldis. Enginn
getur verið á móti því. Það kemur ekki fyrir.
En sá samhugur, sem við það skapast, verður að
mynda samtök um að ljúka því, sem ógert verður 17.
júní1944.
Því að árið í ár er ekki „árið eina“ i sögu sjálfstæðis-
baráttunnar. Það er eitt af mörgum árum.
Björn Þórarinsson Kílakoti,
formaður Ungmennasambands N.-Þingeyinga:
Látum ekki sundrungina glepja okkur.
Síðan 1918, að sambandslögin voru sett, hefi ég
hugsað til þess dags með fögnuði, þegar íslendingar
öðluðust rétt til þess að slíta að fullu sambandinu við
Dani og taka öll sín miál í eigin liendur. — Yfir þeim
degi hvíldi æfinlýraljómi; þá mundu allir íslendingar
taka höndum saman og fagnandi ganga að kjörborðinu,
sem gæfi þeim langþráð frelsi. Það yrði hinn mikli
hátiðisdagur íslendinga. Og á ókomnum árum og öld-
um mundi sá dagur í lieiðri hafður af öllum þeiru ís-
lendingum, sém unna landi sinu og þjóð.