Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 33

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 33
SKINFAXI 33 sania. — Við þurfum að læra af hjúunum, sem í tug- þúsundatali liafa fórnað sér fyrir lieill og heiðri þús- unda heimila i þessu landi og þannig lagt sinn skerf, til þess að bera uppi sjálfstæði þjóðarinnar. Við þurfum að muna, hvað til okkar friðar heyrir í ár. Við þurfum að finna og viðurkenna, að persónu- legt sjálfstæði, andlegt og efnalegt, er meira virði en það stjórnarfarslega, þó dýx-mætt sé, þvi „sá er sæll, er sjálfur of á lof og vit meðan lifir.“ Við í hönd farandi atkvæðagreiðslu um fulla endur- heimt sjálfstæðishnossins verður þjóðin að sýna heim- inum, að hún standi sem einn maður með einum vilja Hvaða íslendingur gæti skorizt þar úr leik? Við lítum nú til baka yfir þúsund ár og dáum þar margar frelsislieljur, er hátt gnæfa á söguhimninum. Að þúsund árum liðnum verður litið um öxl til þessa árs. Nú er okkur ölíum í sjálfsvald sett, að gæta góðs orðstírs. „Vormenn lands vaki, vigslu guðs taki. Braut er að baki, Bifröst þeir aki. Heill Óðins örfum, í þeirra störfum ein sé ás-kenning: íslenzk þjóðmenning.“ Ef einlægni, ást og fórn, einkenna öll störf okkar allra, þá viljum við, vinnum við og verðum við: íslandi allt. 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.