Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 36

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 36
36 SKINFAXI ef til vill segja, að örnefni séu ekki eins merkar og skemmtilegar minjar og skinnbækur, forngripir og þjóðsögur. En vitanlega er það eins og það er virt, og örnefnin þarf að skrá og það sem allra fyrst. Þau eru það, sem komið liefur i okkar lilut að forða frá gleymsku. örnefnin eru að mörgu leyli mjög merkileg. Sigurður >Nordal, prófessor, segir um þau i Arfi íslendinga: „Ýmis örnefni og bæjanöfn frá landnámsöld eru órækt vitni um menn, sem bæði kunnu að sjá og lýsa því, sem þeir sáu, með einu orði — hinu eina rétta orði. Þessi nöfn eru elzli skáldskapur íslendinga og mörg mjög skáld- lcg: Bláskógar, Brimlárhöfði, Dynskógar, Glóðafeykir, Ilelgrindur, Hengifoss, Hreggnasi, Ljósavatn, Skugga- björg, Svalþúfa, Unaðsdalur o. s. frv. Þau sýna, að þjóð- in nam landið með augum, hug og tungu, um leið og liún nýtti það sér til bjargar.“ Þó er það ekki einkum vegna skáldskapar örnefnanna, að við viljum geyma þau i minni. Þau hafa margvíslegt gildi annað. Þau geta orðið inálvísindunum að liði, geyma stundum orð- stofna, sem annars eru glataðir. Sagnfræðilegt gildi geta þau haft, einkanlega ef rannsaka á sögu einstakra héraða eða bæja. Af ömefnum og bæjanöfnum má töiuvert ráða um landnámið i hverju béraði, afstæðan aldur bæja o. s. frv. Þá getur trúbragðasagan oft leitað sér sönnunargagna meðal örnefna. Sum þeirra geyma minni um lieiðin goð, önnur eru dregin af nöfnum lielgra manna eða guðs móður. En dýrmætust eru ör- nefnin vegna þess vitnis, sem þau bera um starf og lif þjóðarinnar í landinu. Sá, sem skrá vill atvinnusögu hennar, hlýtur sífellt að leita til örnefna, sem minna á atvinnubrögð landsmanna. Til er sægur slíkra örnefna. Sum lúta að atvinnugreinum, sem liðnar eru undir lok, t. d. járnvinnslu, kolagerð, saltbrennslu, sölvataki, önn- ur að ýmiss konar landbúnaði eða sjávarútgerð. Þessi örnefni eru ómetanleg heimild um lif þjóðarinnar á

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.