Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1944, Side 39

Skinfaxi - 01.04.1944, Side 39
SKINFAXl 39 sem nú gengur fram fyrir skjöldu og kemur örnefna- auði okkar undan eyðingunni miklu, vinnur sér þökk og virðingu óborinna íslendinga, engu síður en þeir niiklu velgerðamenn íslenzkra fræða og islenzkrar nienningar, sem ég gat í upphafi. Þjóðræknisfélagið 25 ára. Þjóðræknisfélag íslend- inga i Vesturhcimi hélt há- tíðlegt 25 ára afmæli sitt 21.—23. febrúar s. 1. Biskup íslands, Sigurgeir Sigurðs- son, mætti þar sem fulltrúi íslenzku ríkisstjórnarinnar samkvæmt boði félagsins. Þjóðræknisfélagið vinnur merkilegt starf til viðhalds íslcnzkri menningu og þjóð- erni í Vesturheimi. Myndi þjóðarbrotið þar hverfa fljótlega, ef ekki væri stað- ið vörð um hin þjóðlegu verðmæti, sem margir ágæt- ir menn hafa gert, hver fram af öðrum og Þjóðræknisfé- lagið haft forustu um und- anfarinn aldarfjórðung. ís- lenzk ungmennafélög hafa haft nokkur samskipti við Þjóðræknisfélagið og nú- verandi formaður þess, próf. Richard Beck er þeim góðkunnur af ritgerðum í Skin- faxa. Beztu árnaðaróskir ungmennafélaganna fylgja Þjóð- ræknisfélaginu um ókomin ár. D. Á.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.