Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1944, Side 43

Skinfaxi - 01.04.1944, Side 43
SKINFAXI 43 nokkrum sanni mega meta gagn þaö, er alþýðuskól- arnir liafa unnið þjóðinni og efa ég ekki að það mat verði nokkurn veginn á einn veg. Að vísu verður því ekki neitað að til munu ennþá þeir menn, þótt fækkandi fari, sem líta óhýru auga til skólavistar unglinganna og sjá þar ekki annað en arðlaust iðjuleysi og annað enn verra. Skólarnir ali unga fólkið upp til iðjuleysis og lióg- hfis, skapi hjá því auknar kröfur um lífsþægindi, en dragi úr þvi hug og dug til vinnu. í flestra augum mun þó námfýsi unga fólksins vera lifsmai’k á þjóðlífi okk- ar og bera vott um táp, manndóm og sjálfsmetnað. Það er engin tilviljun, að alþýðuskólarnir og full-veldið eru jafnaldra. Það var lýðum ljóst, að bezta tryggingin fyr- ir sjálfstæði þjóðarinnar á öllum sviðum, var mennt- un sona hennar og dætra. Þetta hefur aldrei verið deg- inum ljósara en einmitt nú. Ungmennafélögin verðskulda alþjóðar þökk fyrir mikla og góða hlutdeild í stofnun ungmennaskóla í sveitum, og launa skólarnir þeim á þann hátt, að leggja þeim til beztu starfskraftana og veita áliugamálum þeirra trúít brautargengi. Nærtækt dæmi er úr sögu Eiðaskóla. Fyrir atbeina nemendasambands Eiðamanna og kennara Eiðaskóla var stofnað til Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, 1941, og er það þegar orð- ið að mikilli lyftistöng í íþrótta- og félagsmálum æsku- lýðs á Austurlandi. Svipaða sögu má segja af heilla- vænlegu samstarfi ungmennaskóla og ungmennafélaga í öðrum landshlutum, þótt eigi verði hér gert. II. Á Eiðum á Fljótsdalshéraði stofnsettu Múlasýslur annan fyrsta búnaðarskólann á landinu árið 1883. Þrátt fyrir það, þó að bráðnýtir menn veldust að skólanum átti hann við all-mikla erfiðleika að stríða. Fjárhagur-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.