Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 59

Skinfaxi - 01.04.1944, Page 59
SKINFAXI 59 því, sem upphaflega var. Nemendur skólans eru nú orSnir um 700 talsins, þótt námsgreinar séu elcki fleiri en sjö, og segja má, að árangur af kennslunni hafi orðið vonum betri, þótt strjálar póstgöngur valdi eðlilega miklum örðugleikum. Reynsla sú, sem þegar er fengin af relcstri skólans, bendir ótvírætt til þess, að bréfa- skólar muni eiga jafn miklum vinsældum að fagna hér á landi og annars staðar og eins nuðsynlegir. Þess má vænta að Bréfaskóli S. í. S. verði stórum efldur á næst- unni og væri þá ekki úr vegi, að hann leilaði samvinnu við ýmis félagasambönd og veitti þeirn lið til fræðslu- starfsemi í félögunum. Innan Alþýðusambands Islands befur þegar verið rætt um stofnun bréfaskóla, og væri ekki líldegt að Ungmennafélag íslands gæti veitt fé- lögum sínum í sveitum landsins einhverja aðstoð með bréfakennslu, ekki sízt ef námsflokkar væru stofnaðir i félögunum um liverja þá námsgrein, sem mönnum væri hugleikin? Þar gæti verið um svo margt að ræða til nvtsemdar og fróðleiks hverjum einstaklingi og efl- ingar félagslífinu. Er ekki ástæða til að athuga þetta mál nánar? Námskeið námsflokkanna. Ákvcðið cr að halda námskeið i Háskólanum 15. inaí til 1. júni n. k. fyrir fólk, er síðan lciðbeindi í námsflokkastarf- scmi. Ilefir Ágúst Sigurðsson cand. mag. undirbúið námskeið- ið í samráði við fræðslumálaskrifstofuna og verður liann stjórnandi þess. Ágúst Sig. hefur unnið mjög að námsflokka- starfsemi síðustu árin með góðum árangri. Á þessu nám- skeiði verða stundaðar margar eftirsóknarverðar námsgrein- ar og verða viðurkenndir kunnáttumenn leiðbeinendur í hverri grein. Umsóknir eiga að sendast forstöðumanninum sem fyrst. Væri vel, ef Umf. gætu sent sem flesta menn á þetta námskeið, sem svo tækju að sé.r forustu þessara mála i byggðarlögum sínum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.