Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1944, Side 71

Skinfaxi - 01.04.1944, Side 71
SKINFAXI 71 nefnaskráningu, samkvæmt ályktun síðasta sambandsþings. Hann mun á þessu ári leggja málið fyrir öll Umf. og er þess að vænta, að þau taki ötullega til starfa og ljúki örnefnaskrán- ingunni á sem stytztum tíma, iivert í sínu byggðarlagi. Rætist þá gamall draumur Umf. um framkvæmd á þjóðlegu nauð- synjamáli. iþróttamálin. íþróttakennarar U.M.F.Í. eru allir að störfum og hafa hald- ið fjölda námskeiða víðsvegar um landið. Bera skýrslur þeirra með sér að þátttakan er mikil og áhuginn ágætur fyrir íþrótt- unum. Stjórn U.M.F.I. skrifaði héraðssamböndunum 25. febr. varðandi undirbúning hátíðahaldanna 17. júní, sem þau hljóta að taka öflugan þátt í. Til undirbúnings fimleikasýn- lngum hefir verið stofnuð sérstök nefnd af U.M.F.Í.—Í.S.Í. og íþróttakennarafélaginu. Hefir hún sent öllum Umf. tímaseðil, sem ætlast er til, að þau æfi. Er hann með teikningum og ítar- legum skýringum og ])ví auðvelt fyrir alla áhugamenn að notfæra sér hann. Stefán Jasonarson Vorsabœ, formaður Umf. Sainhyggðar i Árnessýslu skrifar: „Félagslífið hefir staðið með miklum blóma hjá okkur í vetur. Haldið var íþróttanámskeið í nóv. og var þátttaka ágæt. Fundir allmargir og vel sótlir. Félagsblað, handritað, hefir komið út á hverjum fundi í vetur, sem að undanförnu. Gam- anleikurinn, Imyndunarveikin, var æfður og sýndur fjórum sinnum við hinar beztu viðtökur. — Stærstu verkefnin er félagið hyggst að leysa á næstu árum er bygging samkomu- húss, sem jafnframt vrði fimleikahús fyrir barnaskóla hrepps- ins og bygging íþróttavallar. Undirbúningur að báðum þess- um mannvirkjum er hafinn. — Ef til vill er þó stærsta verk- efni félagsins það að efla manngildi æskunnar, gera hana sterkari að mæta þeim áhrifum, sem yfirstandandi tímar hafa upp á að bjóða.“ Guðmundur Pálsson Djúpavogi, formaður Umf. Neista skrifar: „Umf. Neisti var endurvakinn í fyrravetur. í haust fengum við íþróttakennara, Harald Hjálmarsson frá Mjóafirði og kenndi hann hér mánaðartíma. Þátttakendur voru 35, konur og karlar. Var þetta mjög góð þátttaka eða allir ungir menn og allar stúlkur upp í fertugar frúr. Sýning var að lokuin.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.