Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1945, Page 5

Skinfaxi - 01.04.1945, Page 5
SKINFAXl 5 — Jú, það er sjálfsagt, ef það gæti orðið lil einhvers gagns, svaraði Haraldur. En það reyndist ekki eins auðvelt að finna Iieppi- legan tíma, því að Haraldur er maður með afbrigð- um önnum kafinn. Auk þess að vera einn af athafna- sömustu mönnunum í leiklistarmálum höfuðstaðar- ins, hefur hann á hendi fullt kennslustarf, og kennir liann daglega frá því kl. 8 á morgnana til kl. 4 á dag- inn. Þá taka við æfingar seinni hluta dags, og síðan kvöldæfingar eða leiksýningar oft fram yfir mið- nætti. Er þetta ljóst dæmi þess, við hvaða skilyrði og aðstæður leikarastétt landsins verður að húa. — Það varð að lokum að samkomulagi með okkur, að ég kæmi lieim lil Iians einn sunnudagsmorguninn. Fer hér á eftir samtal okkar. — Hvað vilduð þér ráðleggja ungu fólki og byrj- endum um val leikrita, og hvers konar viðfangsefni teljið þér lienta þeim bezt? — Sjálfsagt er að byrja með því að taka lil með- ferðar smáleiki, því að þeir eru meðfærilegastir við- vaningum. Annars vil ég alveg sérstaklega taka það fram í sambandi við þetta atriði, að fólk skyldi jafn- an velja sér gott viðfangsefni, þótt byrjendur séu. Það er allt of mikið af alls konar rusli og fáránlegum skripaleikjum á sviðinu bingað og þangað um land- ið. Gott viðfangsefni þroskar leikendur, kallar fram meiri starfskrafta og hæfileika og eykur skilning þeirra á listinni, alveg eins og góð bók eykur á bók- menntasmekk lesandans og almennan þroska. Önnur blið þessa máls snýr að áborfendum. Góður leikur þroskar leikbúsgesti eigi síður en leikendurna og eyk- ur á skilning þeirra og listasmekk. Og listin á að vera leið til meiri þroska. — Ég er sannfærður um, að grínleikjaflóðið, sem flætt licfur yfir landið á und- anförnum árum, hefur verið lil hins mesta slcaða fyrir leikmenninguna í landinu. Þetta eru flest þýddir eða

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.