Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 18

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 18
18 SKINFAXI húsinu, svo sem skemmtisamkoma, námskeiða, leik- æfinga og m. fl. Kennararnir þóttust ekki skyldir til að hafa afskipti af unglingunum nema aðeins fram að fermingunni, o. s. frv. Sem betur fer eru margar undantekningar á, að slík ummæli eigi við um barnakennara almennt. Það eru alkunn dæmi þess, að barnakennarar telja sér skylt að hafa samstarf við unglingana eftir ferming- una og starfa rneð þeirn eftir því sejn föng eru á, bæði í ungmennafélögum og á annan hált. En því er lieldur ekki að neita, að barnakennarar munu sumir hverjir eiga sök á þeirri breytingu, sem nú hefur verið gerð á fyrirkomulagi lieimavistarbarna- skólabygginga í sveitum, og margir telja ekki til bóta. „Okkur helzt afar illa á barnakennurum á þeim stöðum, sem sambyggðu húsin eru, og samkom- urnar eru undir sama þaki og barnaskólinn.“ Þetta var svar það, sem fræðslumálaskrifstofan gaf, er ég spurði um þessi mál þar og leitaði upplvs- inga um orsakirnar fyrir því, að sambyggðu húsin hafi nú verið dæmd úr leik. En það eru ekki barnakennararnir einir, sem hér eiga sök að máli. Það finnst víða fólk, sem álitur það hina mestu firru, að samkomuhúsin skuli vera nálægl barnaskólanum. „Þessi fylliríisskröll, sem þar eru baldin, hafa slæm áhrif á blessuð börnin og geta jafn- vel leitt þau á glapstigu. Ég lield, að það þurfi ekki að vera að kenna þessa leikfimi í sveitinni, börnin hafa nóga leikfimi við hin daglegu slörf. Nú, ef þið endilega viljið hafa jjessa leikfimi í barnaskólanum, þá er hægt að kenna liana i kennslustofunni. En svo á samkomuhúsið að standa sem lengst frá barnaskól- anum. Þangað ætti að varast að láta blessuð börnin koma fyrr en eftir fermingu.“ Á þessa leið fórust kunningja mínum orð eilt sinn, er við áttum tal saman um þessi mál. Þessar og því-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.