Skinfaxi - 01.04.1945, Qupperneq 26
26
SICINFAXI
Lögmenn, settir til þess að tryggja rétt og frið,
taka mútum við.
Mikils er nú aflað, en meira í súginn fer,
minnkar sikill lxver.
Illa stjórnað er.
Ægilega hrörnun hið innra í sjálfri sér
Samaría ber.
Fólk, sem eltir glysið, en gleymir lífsins rót,
glötun sinni mót
dregur feigan fót.
Fagrar eru göturnar, en gangan sjálf er Ijói.
Gerið yfirbót.
Elski ei fólkið land sitt og ekki guð síns lands,
er ]>að dæmt til banns
fjarlægt friði lians.
Villist það og reikar í veröld syndarans
veg liins dæmda manns.
Frá U.M.F. Færeyja.
Ungmennafélag Færeyja hélt nýlega ungmennaráðstefnu og
hinn árlega aðalfund sinn í Þó.rshöfn við góða aðsókn. Þar
héldu þeir ræður Sverrir Dahl. H. A. Djurhuus og Páll Pat-
ursson.
Sambandið telur nú 20 ungmennafélög, þar á meðal elzta
ungmennafélagið í eyjunum, Ungmennafélag Velbastaðar og
Kirkjubæjar, en ]>að félag ber hið undur fagra nafn „Sólarmagn“
og hefur starfað í 50 ár. Slofnendur þessa félags voru Sverrir
Patursson blaðamaður, bróðir Jóhannesa.r Paturssonar, og Jó-
hannes Dalsgarð bóndi í Velbastað, sem nú er nýlega látinn.
Á aðalfundinum var nýr formaður kosinn, þar eð Páll Pat-
ursson baðst undan endurkosningu. Kosinn var ungur maður
Sverrir Fon. Hann var fyrir skömmu síðan settur bókaviirð-
ur við amtsbókasafnið í Færeyjum í stað M. A. Jacobsen,
sem er nýlátinn.
(Samkv. upplýsingum frá Sámuel Davidson.)