Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1945, Page 29

Skinfaxi - 01.04.1945, Page 29
SKINFAXI 29 hefðu vei-ið lögð í rúslir, börn þeirra myrt og æsku- menn þeirra drepnir eða settir í fangabuðir. Þótt hver sannur Dani brynni af löngun eftir að Jterjasl og fórna lífinu fyrir ættjörðina, þá mátu þeir velferð liennar meir en sinn eigin vilja, þótt þeim af öðrum þjóðum yrði lagt bleyðiorð á balc. En þjóðerniskennd þeirra beið engan linekki við þetta. Þvert á móti óx hún og dafnaði því meir, sem hin útlenda liarðstjórn óx og ógnaði þeim. Um gjör- vallt landið Iiófst voldug lireyfing til varnar þjóðern- inu og réttlætinu. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik úr þess- ari Jjaráttu þeirra. Það lýsir vel l)aráttuaðferð þessar- ar fámennu þjóðar gegn herveldi stórþjóðarinnar. Það er einnig sérstætt lijá liertekinni þjóð og sýnir dá- samlegan sameiningarvilja og einliug heillar þjóðar. Það var nokkrum mánuðum eftir hernámið, að um allt landið var Jjoðað til útisöngmóta, þar sem sungin skyldu ættjarðarlög eingöngu. I Kaujnnannaliöfn fór söngmótið fram í geysistór- um skemmtigarði. Ég lét berast með straumnum þang- að til þess að sjá, Jivernig þetta færi fram. Og ég mun seint gleyma þessari stund. Á sléttum völlum milli vinalegra skógarlunda var samankomið um hundrað þúsund manns. Á háum palli stóð söngstjórinn, sem stjórnaði þessum fjölmenna kór. Sem einn maður söng þessi miJdi mannfjöldi öll fegurstu ættjai’ðar- ljóðin. En að baki liinna 100 þúsund radda var einn vilji, ein þjóðarsál, og söngurinn var borinn uppi af eldheitri ást á ættjörðinni og þjóðinni, sem nú var svipt frelsi sínu. Yfir öllum mannfjöldanum livíldi Jslær festu og alvöru. Langt úr fjarlægð J)arst niður stórborgarinnar, drunur og skrölt þýzlcra véJaher- sveita og gnýr þýzkra sprengjuflugvéla á leið til Noregs. En ekkert féJílc truflað liátíðleilc þessarar stundar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.