Skinfaxi - 01.04.1945, Side 30
30
SKINFAXJ
Þá fann ég, að þessi fámenna þjóð bjó yfir krafti, sem
enginn liarðstjórn fengi nokkru sinni bugað eða brot-
ið, bve miskunnarlaus sem hún annars væri.
Og er mannfjöldinn dreifðist, var mér ijóst, að ég
liafði lifað mikilfenglegt augnablik og kynnst belgi-
dómi heillar þjóðar. Barátta liennar gæti orðið
löng cða stutt, það skipti ekki máli, en bennar yrði
sigurínn að lokum; Iijá því gat ekki farið. Slikur var
einingaimáttur bennar.
Þanmg bóf danska þjóðin liaráttu sina með því
að treysta samhug fólksins og böndin, sem tengdu það
við adíjörðina og sögu hennar. Á dapuni örlagastund
sameinast beil þjóð — milljónir manna — lil andstöðu
og átaks gegn ógæfunni, gegn kúguninni.
Gætum við ekki eittlrvað af þessu lært? Gætum
við ekki á glæstustu tímamótum þjóðar okkar samein
ast í þjónustu frelsis og almenningslieilla til varnar
eilífum verðmætum — tungu og þjóðerni. Yið þurf-
um að finna leiðir til eflingar drenglvndi og ættjarð-
arást. Við þurfum að glæða ást hinnar ungu kynslóð-
ar á sögu þjóðar sinnar og tungu sinni. Hún þarf að
gegnsýrast af anda Klettafjallaskáldsins, sem segir
við gröf umkomulausrar íslenzkrar stúlku i annarri
beimsálfu:
Til framandi landa ég bróðurbug ber,
þar brestur á viðkvæmnin ein.
En æltjarðarböndum mig grípur Iiver grund,
sem grær kringum íslendings bein.
Svo sterk var ást skáldsins, að livar sem íslendingur
lagðist til hinstu iivildar, fanns': honum vera bluti af
ættjörðinni — Iieilög jörð. Og þess vegna bar hugur
bans og hjarta jafnan síns beimalands mót, hvar sem
leiðir lágu.
Ef islenzkur æskulýður tileinkaði sér þó ekki væri
nema brot af slíkum Iiugsunarhætt', þá væri engin
hætta á ferðum.