Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 36

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 36
36 SKINFAXI urinn liefur því um það bil tólffaldast á þessu tíma- bili. — Hvað veldur þessari miklu Jiækkun? — Hækkuninni veldur þrennt: Tekjur sjóðsins liafa aulcizt, útlilutunarákvæðum hefur verið lireytt, og söfnunum hefur fjölgað. — Hverjar eru tekjur sjóðsins? — Þær voru í fyrstu 2/3 hlutar af 15% álagi á skemmtanaskattinn, hinn þriðjungurinn rennur til kaupa á lcenns 1 ulcvikmyndum. En skemmtanaskatt- urinn hefur margfaldazt á stríðsárunum. Telíjur sjóðs- ins eru nú, vegna lagaJjreytinga frá 1943, 50 þús. kr. tillag úr ríkissjóði og 1/3 liluti 15% álagsins, en hefðu gjarnan mátt vera helmingur álagsins. — Hverjar eru lielztu breytingar á úthlutunará- kvæðum, og livaða reglur eru í gildi núna? — Fyrstu þrjú árin var veittur einn styrkur árlega og safnaðist þá nokknð fé í sjóðinn, þótt Iivert safn fengi hámarksstyrk. Var lögunum breytt þannig, að veita má tvo styrki, aðalstyrk og aukastyrk, ef tekjur sjóðsins gera meira en hrökkva fyrir aðalstyrknum. Aðalstyrkur er að mestu bundinn sömu skilyrðum og áður en aukastyrkurinn var lögleiddnr, en hámarkið þó sett miklu hærra. Er það miðað við tvennt, not- endatölu og tvo liði heimatekna. Að því er snertir not- endur er hámarkið nú 10 kr. á heimili, og 4 kr. fyrir hvern skuldlausan notenda, sem er umfram tölu heim- ila, en var áður 2 kr. fyrir hvern notenda, sem árs- gjald hafði greitt. Er því hámarkið 5 sinnum hærra en það var í fyrstu, sé einn af heimili, sem notar safn- ið, en tvöfalt hærra fyrir aðra, sem ern frá sama heimili. En víða til sveita er aðeins einn af heim- ili, eða heimilið sem heild í safninu, þólt allir noti bæk- urnar, og eru ársgjöld þar venjulega há. En surns staðar eru aftur á móti margir af sama heimili í safn- inu, og ársgjald hvers um sig þá oftast miklu lægra.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.