Skinfaxi - 01.04.1945, Side 44
44
SKINFAXI
auk þess sem þjóðarmetnaður okkar lieimtar, að
skýrslur okkar standi ekki að baki skýrslum ann-
arra þjóða.
— Já, þetta er mjög athyglisvert efni, og er ég þar
alveg á sama máli. En livers má vænta um bókasafns-
styrkinn næsta sumar?
— Gera má ráð fyrir, að þá verði útlilutað talsvert
meira fé en síðast. En um hlutfallið milli aðalstyrks
og aukastyrks vil ég ekkert fullyrða, en líkur benda
til, að aðalstyrkurinn hækki drjúgum.
— Þetta samtal okkar er nú orðið alllangt, og hefur
eingöngu beinzt að hinum beinu samskiptum sjóðs-
ins og félaganna, skýrslum og styrkveitingum, en ekki
að störfum safnanna heima fyrir. Væri gott að mega
ræða um það efni siðar, ef tækifæri gefst.
— Það væri mér ánægja. Hitt er eðlilegt, að Skinfaxi
beini samtali fyrst inn á þá braut, svo að þau söfn,
sem ungmennafélögin annast, verði ekki undir í sam-
keppninni um hinn takmarkaða styrk. Styrkir koma
þá líka að mestu gagni, ef þeir örva til meiri starf-
semi heima fyrir — meiri heimatekna, almennari nota
bókasafna og hætts bókakosts. Ungmennafélög hafa
löngum beitt sér fyrir almennum hókalestri og stofnað
og starfrækt bókasöfn, þótt þau fengju engan opin-
beran styrk. En miklu ætti sú starfsemi að koma að
meiri notum nú, þegar söfnin njóta þessara opinberu
styrkja. — Bið ég svo Skinfaxa að bera gömlum fé-
lögum kveðju og hvetja þá1 til:
1. að senda réttar skýrslur á réttum tíma.
2. að beita sér fyrir að stofna eða endurreisa bóka-
safn í sínum lireppi, sé þar ekki starfandi safn.
3. að vinna að því, að almenningur hafi jafnan sem
greiðastan aðgang að góðum og vel meðförnum
bókakosti, Iivort sem ungmennafélagið sér um
rekstur safnsins eða ekki.