Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1945, Síða 49

Skinfaxi - 01.04.1945, Síða 49
SKINFAXI 49 á l)ví að liirða, og aldrei má örnefnasafnari láta sér vaxa í augum, þótt skrá hans verði löng. Örnefnaskrár geta hæg- lega orðið of stuttar, en varla of langar. Rétt er að benda örnefnasöfnurum á, að þeir geta hafí nokkurn stuðning og hliðsjón af bók Þorkels Jóliannessonar, Örnefni í Vestmannaeyjum og örnefnaskrám í nokkrum seinni árgöngum af Árbók hins íslenzka fornleifafélags. Ef safnari er að verki í afréttum og óbyggðum, er sjálfsagt að vanda engu síður til staðsetningar, en þar er þó varla við eins mikilli nákvæmni að búast og i byggðum, þvi að í ó- byggðum eru örnefnin strjálli og erfiðara að miða þau niður. Iiér er rétt að geta þess, að með ströndum fram er einnig mikið af nöfnum, sem ekki geta kallazt örnefni, en eru þó sama eðhs og þau. Það eru nöfn á fiskimiðum og öðru, sem við kemur atvinnugrein sjómanna. Allt þess konar þarf að skrásetja, engu síður en örnefni á landi, enda hníga ýmis rök að því, að nöfn fiskimiða séu ævagömul og liafi öllu meiri líkindi til að lifa frá kynslóð til kynslóðar en land- nöfnin. En um skráningu fiskimiðaheita gegnir sama máli og um örnefni á landi, að þau þarf að staðsetja skýrt og skilmerkilega. ATHUGASEMDIIt VIÐ ÖRNEFNIN. Af framanskráðu má sjá, að til er ætlazt, að örnefnaskrárnar séu staðfræðilegar lýsingar söfnunarsvæðisins. Þess vegna kalla sumir þær ör- nefnalýsingar. En ýmislegt er enn að athuga. Það er t. d. mjög mikils virði, að safnari geti þess jafnan greinilega, hvað örnefnið er, og þetta á jafnt við um náttúrunöfn og mann- virkjanöfn. Ilann á að taka fram, hvort það er nafn á laut, hól, rinda eða hjalla eða hverju sem er öðru i landslaginu, og þá ekki síður húsarústum, tóftarbroltum, görðum, leiðum eða öðru, sem gert er af mannaliöndum. Þeim, sem örnefna- skrárnar nota, getur komið mjög illa, ef trassað er að veita þessa vitneskju. Ef einhver einkennileg málvenja er í sam- bandi við örnefnið, ber einnig að geta þess, livort t. d. er sagt „á nesinu“, eða „i nesinu“, og annað því um likt. Engin örnefnaskrá má vera þurr nafnalisti. Öllu, sem get- ur á einhvern hátt skýrlt örnefnin, á að halda til haga og koma fyrir í skránni. Það er raunar gott og gilt, að safnari skýri örnefni sjálfur eða beri fram sína skoðun um upp- runa þess. E:> iiitt er þó enn meir’i virði, að hann tini til allt, sem heimafólk eða annað staðkunnugt fólk hefur um örncfnið að segja. Hér er einkum átt við örnefnasögur. Á alþýðu vörum lifir fjöldi sagna, sem tengdar eru örnefnum, og allar slikar 4

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.