Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 50

Skinfaxi - 01.04.1945, Side 50
50 SKINFAXI sögur á safnarinn tvímælalaust að ,rita í skrár sinar. Einnig á liann að geta rækilega um alls lconar gamla trú í sambandi við örnefni, huldufólkstrú, álfatrú, álög og bannhelgi. Þetta getur lengt örnefnalýsingarnar töluvert, en þar má þó ekkert undan draga. Rétt er að geta þess í skrá, ef fólk veit uin aldur örnefnis, en sérstök ástæða þykir til að vara safnara við fornsagnaör- nefnum, staðaheitum, sem fyrir koma i íslendingasögum. Ef safnari verður var við slík örnefni, er mjög æskilegt, að hann reyni að gera sér grein fyrir, hvort þau hafa lifað mann fram af manni, eins langt og menn muna, eða hvort það er aðeins skoðun heimildarmanns eða annarra fróðleiksmanna, að þetta eða hitt fornsagnaörnefnið eigi að vera hér eða þar. Endur- vakning fornra örnefna er ekki fátið og leiðir oft til mis- skilnings. Allar athugasemdir við örnefnin er bezt að fella inn i sjálfa skrána, þar sem þær eiga heima. Þó mætti hafa örnefnasögur, sem væru úr hófi langar, Sér á blöðum og vitna til þeirra þar. STAFSETNING OG FRÁGANGUR SKRÁNNA. Víða erlendis er lögð rík áherzla á, að örnefnasafnarar hljóðriti nöfnin í skrám sínum, svo að ekki sé um að villast, hvernig heima- menn beri þau fram. Þetta getur verið nauðsynlegt i útlönd- um, því að þar eru örnefnin víða ummynduð og torskilin. En hér á landi eru tiltölulcga fá örnefni, sem ekki eru auðskilin og óbjöguð, og ]iví virðist lílil ástæða til að nota hljóðritun liér, enda krefst hún sérmenntunar, sem fáir liafa. Þó er rétt að gera nokkrar viðvaranir um ritháttinn. Ef örnefni e,r ál- veg ljóst og auðskilið og engum blöðum um stafsetningu þess að fletta, þá þarf engrar varúðar við. Ef örnefni hins vegar er afbakað í daglegu tali, e,r rétt að safnandinn skrái afbök- uðu myndina, þó að hann viti, hvað er það upprunalega og rétta. Hann getur þá getið þess líka, hvað hann telji rétt, en bezlt er, að hann leiðrétti ekki örnefni, sem hann telur afbakað, nema hann skýri frá leiðéttingunni um leið. Nú eru til fleiri en ein mynd af örnefninu, og er þá rétt að skrá þær allar. Ef örnefni er myrkt og torskilið, og safnari veit ekki, hversu ber að stafa það, er bezt, að hann láti þess við getið og riti svo nafnið sem næst framburði. Hver safnari ætti að setja metnað sinn í að ganga vel frá skrám sínum, skrifa þær skýrum sltöfuín og fara þrifalega með þær. Þá ber honum jafnan við skráningu örnefnanna að kappkosta, að skrárnar verði sem handhægastar í notkun. Skal í því sambandi drepið á eitt atriði, sem stuðlar að þessu.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.