Skinfaxi - 01.04.1948, Side 4
SKINFAXI
Þegar bóndasonurinn stórhuga úr Haukadal hef-
ur skýrt Jóhannesi frá áformum sínum, er vanda-
málið leyst. Þessi reyndi athafnamaður, sem átti svo
margar hugsjónir sjálfur, skilur unga manninn. —
Hann skildi mig strax, segir Sigurður, er hann skýr-
ir frá þessu. Engum blandast hugur um, að það er
mikið hrósyrði fyrir Jóhanncs Reykdal.
Síðan koma erfiðar vikur
fyrir Sigurð Greipsson í
Haukadal.
Bílvegur náði í þá daga
ekki lengra en að Torfastöð-
um, sem er um 20 km. leið
frá Haukadal. Þangað flytur
Reykdal grindina tiltelgda
og allan efnivið í skálann,
allt að láni. Siðan tekur Sig-
urður við og flytur allt efn-
ið á liestvögnum lieim á
grundina neðan við Gevsi.
Þar rís skólahúsið upp um
sumarið. Það er 15 m langt
og 9 m hreitt, horðsalur, eld-
og 6 herbergi. Borðsalurinn á að vera kennslustofa
og fimleikasalur. Húsið er allt hitað með hveravatni.
— Já, þetta var erfitt sumar, segir Sigurður. —
Ungu mennirnir liafa safnazt saman í eitt horn sal-
arins og syngja ættjarðarsöngva. Við höfum dregið
okkur út í annað liorn, og þar ræðum við saman
örlitla stund.
— Og þú hefur auglýst skólann strax um sum-
arið, segi ég.
— Já, já, segir Sigurður. í raun og veru furðar
mig sjálfan á bjartsýni minni þetta sumar. En það
er svo gott að vera ungur. Ég auglýsti, að skólinn
Sigurður Greipsson.