Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1948, Page 11

Skinfaxi - 01.04.1948, Page 11
SKINFAXI 11 langt skeið. — Ella væri hugtak þetta aðeins klingj- andi málmur og livellandi bjalla. — Hornsteinar sam- handshugsjónarinnar voru: hinn kristilegi grundvöll- nr starfsins og bindindisheitið, og nokkru síðar einn- ig þegnskylduvinnan. — Þessum þrem liornsteinum liafa ungmennafélögin siðan lcippt undan, smám sam- an. Fyrst undir álirifum fyrri styrjaldar, og siðan sökum kæruleysis og áhugaleysis fleiri eður tfærri félagsmanna. — Og t. d. í dag myndi engum hópi ís- lenzkra æskumanna hugkvæmast sú nauðsyn að leggja svo trausta hornsteina hárra sala — þótt nú hugsi allir í „hallar-stil“. En „hallir“ án traustra hornsteina nefnum vér skýjaborgir, og er nú æskulýður vor sérfræðingur i þeirri hyggingalist..... Leilcur á því enginn vafi, að hinir fyrstu fulltrúar á þingi U.M.F.I. hafa verið dásamlega skyggnir menn og raunsæir. Litill hópur litklæddra ungra Islendinga á Þing- velli 1907, brennandi af eldlegum áhuga og dásamleg- um djúpsæjum skilningi á kröftum sínum og hlut- verki, i 'fylkingarbrjósti þjóðar sinnar, mitt í fjöl- mennu glæsihafi erlendra og liérlendra gesta og þjóð- höfðingja, undir ofríki erlends fána, — verður oss gömlu ungmennafélögunum ógleymanlegur viðburð- ur og hjartfólgin endurminning! Helgi Valtýsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.