Skinfaxi - 01.04.1948, Side 19
SKINFAXI
19
Eftir 1908 átti ég, þvi miður, þess ekki kost, sakir
fjarveru, að taka virkan þátt í félagslífi U.M.F.V.,
sem ég hefði þó kosið.
Er það skoðun mín, að ungmennafélagslireyfingin
liafi átt sinn þátt í að skapa æsku landsins ný og
betri viðhorf, hvatt hana til þjóðhollra starfa og gert
hana hæfari til sóknar og varnar i baráttunni fyrir
heill og frelsi lands og þjóðar.
Að lokum er það ósk mín og von, að andi ung-
mennafélagshreyfingarinnar megi sem lengst lifa með
þjóðinni, þá mun henni vel farnast.
Egill Hallgrírnsson.
XJmf. Hvöt í Grímsnesi,
liefur sent Skinfaxa félagsblað sitt — Ljósvakann — 12.
árg. 3. tbl. og 13. árg. 1. tbl. Blaðið er fjölritað og 5 manna
ritnefnd úr félaginu sér um útgáfu þess.
Efni blaðsins er mjög fjölbreytt. Þar eru ferðasögur, kvæði,
ýmsar hugleiðingar, myndagátúr og aðrar skemmtanir. Þá er
rækilega minnzt 40 ára afmælis Hvatar, sem haldið var hátíð-
legt 28. desember síðastliðinn.
í blaðinu ræðir Garðar Þorsteinsson Mosfelli.þá liugmynd,
að Grimsnesingar geri 5. júli — stofndag Búnaðarfélags ís-
lands — að almennum hátíðisdegi bænda, með svipuðmn hætti
og verkamenn og sjómenn hafa gert 1. mai og 1. sunnudag
í júni að hátíðisdögum sínum. Tillögur hafa áður komið fram
um almennan bændadag, 'en liöfundur vill að Grimsnesingar
taki bændadag upp nú þegar.
Blaðið er allt mjög læsilegt og sómi fyrir félagið að halda
slíkri starfsemi uppi. Fonnaður þess er Böðvar Stefánsson,
kennari frá Minni-Borg.
2*