Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1948, Page 20

Skinfaxi - 01.04.1948, Page 20
20 SKINFAXI ^Sitefán ^úuuóáon : Um skáldskap Arnar Arnarsonar*) Glatað hafði ég vörðu og vcgi, villur fór i manndrápsbyl, kom ég' þar, sem gullið góða geyma Sesams klettaþil. Laust ég bergið berum hnúa. Bergið laukst í hálfa gátt. Sá ég Ijóðagullið góða glitra í skuggans myrku nátt. Fyllti hugann gleði og geigur, ganga vihli i bergið inn; en leit um öxl, og í þvi bili aftur luktist hamarinn. Síðan hef ég ár frá ári afl við Scsams múra þreytt, blóðgum hnúum klcttinn knúið — kletturinn bifast ekki neitt. Þannig liefur Orn Arnarson lýst baráttu snillingsins og hug- sjónamannsins.Vábrcstir veraldar og veðurgnýr heimsins hrinda honinn út af farinni slóð fjöldans. Af óróleika hugar og hjarta leitar hann uppi nýjar leiðir. — Og að lokum kemur liann þangað, sem gull fullkomleikans er fólgið og eldur hugsjón- anna brennur eilíflega á arni. Og með brennandi þrá eftir hinu eina sanna og rétta lýstur liann berum linúa bergið, sem byrgir fjársjóðinn. Hugsun hans cr lieit og stór: Kletturinn opnast smátt og smátt — hugsunin verður skýrari, liugsjónin er að fœðast — og að lokum sér hann gull fullkomleilcans glitra langt inn í þokukcnndri firrð. Með vaxandi ákefð og innfjálgi, fylltur glcði og geig við hið óþekkta, lieldur liann áfram og hyggst að höndla hnossið. En hann er heimsins barn, *) Skinfaxi hefur áður flutt fyrri hluta þessarar ritgerðar unt skáldið Örn Arnarson. Ýmsir hafa óskað eftir seinni hlutanum, og því er hamt nú birtur hér.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.