Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1948, Side 27

Skinfaxi - 01.04.1948, Side 27
SKINFAXI 27 gera fjöll úr fjárhúshaugum, fagra höll að brotnum kláp, tunnugjörð að geislabaugum, glitvefnað að hákarlsskráp. Um eigingirnina farast honum svo orð: Þar 'eigingirni er i ráðum, öll eru verk á sandi byggð. Upp er skorið sem vér sáðum, sáð var þekking, ekki dyggð. Úr síngirninnar þúsund þráðum þjóðmenning er snaran tryggð. Undirrót alls ills finnst honum ágirndin og eiginliags- munasemin, er lionum þykir þó sitja i fyrirrúmi lijá flestum. Og vegna umhugsunar um tímanlega vel- ferð og líkamlega vellíðan gleymist aðalkjarninn í lífi einstaklingsins: göfgun sálarinnar. — Þess vegna lýkur hann kvæðinu á þessa leið: Misjöfn eru mannakjörin. Mjótt og þröngt er lífsins hlið. Illa er borguð æviförin. Ýmsir fá þó mettan kvið. En þeir leggja allt í mörinn — ekki lagast höfuðið. I En þótt mikið heri á skopi og ádcilu i Illgrcsi og niörg kvæðin séu að meira eða minna leyti merkt þeim einkennum, er þar þó að finna ljóðræn kvæði, sem gefa fullkomlega til kynna, að skáldið á ómþýða strengi, sem það gat strokið með viðkvæmni og blíðu, þrátt fyrir háðglottið og hörkudrættina, sem einna lielzt einkenndu svip þess. — Þannig cr því farið um fyrsta kvæðið í fyrri útgáfu hókarinnar, smákvæðið Frostrósir. Það ber glögg einkenni ljóðræns söngvara, sem fer mjúkum höndum um efnið og dregur upp fingerða og fágaða mynd. Kvæðið er svona:

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.