Skinfaxi - 01.04.1948, Síða 33
SKINFAXI
33
höfðu haldið í sameiningu um nokkurt árabil, en
tféllu niöur um hrið. Yfirleitt lét liann sér annt um
öll áhuga- og stefnumáf ungmennafélaganna og lagði
þeim lið af alúð og dug. Hann virtist skilja til fulls
þann höfuðtilgang félagsskaparins, að auka andleg-
an og líkamlegan þroska félagana, svo að þeir yrðu
nýtari þjóðfélagsþegnar. Hann vann líka sjálfum sér
það traust sveitunga sinna og annarra, sem kynntust
honum, að sjálfsagt þótti að fela lionum livert trún-
aðarstarfið af öðru. Og liann var nógu ósérhlífinn til
þess að taka við þeim og leggja sig allan fram til
þcss að þau yrðu sem bezt af liendi leyst. Erfiði, lítil
þökk, jafnvel vanþökk, liræddu hann ekki. Hann vissi
fullvel, að vel unnið verk felur í sér full laun.
Gestur heitinn var gæfunnar barn. Hann ólst upp
á ágætu heimili foreldra sinna í stórum, glöðum
systkinahópi. Hann átti mikið starfsþrek, andlegt og
líkamlegt, og hann fékk tækifæri til að beita því.
Hann eignaðist konu, sem stóð honum jafnfætis að
mannkostum og alltaf stóð við hlið lians og vann
með honum að ]>cirra sameiginlegu áliugamálum, en
þau voru öll góð mál, sem þau áttu kost á að leggja
lið. Hún átti — eins og bóndi hennar — virðingu og
traust allra, scm kynntust henni.
Við, ungmennafélagar í „Aftureldingu“, hörmum
það að liafa orðið að sjá á balc þessum góðu félögum
svo fljótt. Við vitum, að þau hefðu Iialdið áfram að
bæta við sitt mikla dagsverk, þótt það væri þegar
orðið glæsilegt að gæðum og vöxtum. En við gleðj-
umst jafnframt yfir þvi, að liafa þekkt þau og borið
gæfu til að starfa með þeim. Við þökltum þeim sam-
starfið og vildum gjarna launa það að nokkru. Og
ég veit livaða laun þau myndu kjósa og hvers þau
myndu óska. Það er að sérhver ungmennafélagi hefði
ætíð í huga og lifði eftir kjörorði ungmennafélag-
anna: íslandi allt. TÁrus Halldórsson.
3