Skinfaxi - 01.04.1948, Síða 37
SKINFAXI
37
Frúin þegir stundarkorn og bíllinn brunar gegnum
þykkan skóginn. En allt í einu opnast útsýni yfir
stórt skóglaust svæði. Þar eru margar byggingar, leik-
vellir og sléttar flatir. Á einum sta'ð í rjóðrinu er
allstór eftirlíking af miðaldakastala meS turni og litl-
um skotgötum, auSsjáanlega byggS til gamans. Við
vatnsbakkann liggur stór bátur og snýr gapandi dreka-
gini mót landi. Það cr eftirlíking af fornu víkinga-
skipi.
„Þctta er Lanakila," upplýsir frúin. „ÞaS er líka
Aloha sumarver, stofnsett af þeim Gulickhjónum. Það
erifyrir drengi á aldrinum (3—14 ára. Lanakila er einn-
ig hawaiiskt orð og' þýðir siyraðu sjálfan þig, eða
eitthvað þess háttar."
Við förum hægt, og ég svipast vel um í þessu riki
drengjanna. Er við höfum farið smáspöl til viðbótar,
segir frúin fjörlega:
„Og hér erum við þá komin. Þetta er Aloha Manor.“
Aloha Manor.
Ég liafði ráðið mig sem vinnumann að Aloha Manor.
Eiginlega hafði ég ekki hugmynd um, livers konar
störf ég átti að vinna. Og mér var vel ljóst, að þau
heiðurshjón, sem áttu þetta sumarver, höfðu i raun og
veru gert á mér gustukaverk að talca mig hingað,
næstum ótalandi útlending. Þau gerðu það eftir beiðni
kunnigja sinna, sem ég liafði verið svo heppinn að
komast í kynni við af hreinustu tilviljun. Og nú var
ég hingað kominn. — En þetta varð fyrsta sumar mitt
af þremur bér á Alolia Manor.
Aloha Manor er sumarver fyrir fjölskyldur. Þang-
að geta foreldrar komið með börn sin og dvalið um
lengri ea skemmri tíma að sumrinu. Fóllc getur hvort
sem það vill heldur annazt börn sín sjálft eða komið
þeim fyrir i vöggustofu eða leikskóla meðan það
dvelur á staðnum, annað Iivort aðeins að deginum