Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1948, Page 38

Skinfaxi - 01.04.1948, Page 38
38 SKINFAXI eða allan sólarhringinn. Eins eru börn tekin, án þess að þau séu i fylgd með foreldrum sínum, jalfnvel þótit þau séu ekki eldri en tveggja ára. Fólk á vmsum aldri dvelur þar oft um lielgar eða lengur eftir ástæðum. Þetta litla sumarsamfélag hér við Moreyvatn er því harla margvísleg og misstór hjörð, en ekki ber á öðru en allt blessist það prýðilega. Fyrir börn og nnglinga Séð yfir Aloba Manor og Moreyvatn. er snmar við Moreyvatn ævintýri, sem seint líður úr minni, og margt fullorðið fólk dregur saman fé til þess að koma hingað ár eftir ár. Aloba Manor er gamall bóndabæi’, sem breytt var í sumarver árið 1925 af núverandi eiganda þess, frú Pierce, en liún er dóttir þeirra Gulicklijóna. Maður hennar er prestur í nánd við New York, og á vorin leitar tfjölskyldan hingað til fjallanna og starfar hér sumarlangt. Hlöður og gripahús liafa ekki verið rifin, heldur var þeim breytt í leikskála, matstöfur og geymslur. Eru þau flest mjög úr sér gengin, svo að eftir hverja hellidembuna, sem Iiérna gerir öðru

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.