Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1948, Page 39

Skinfaxi - 01.04.1948, Page 39
SKINFAXI 39 hverju, má víða sjá poll á góll'i. En hver fæst um slíkt, þegar sólin ljómar á ný. Svefnstaðir dvalargesta eru þrenns konar; herbergi í heimahúsinu, litil bjálkahús og tjöld. Börnin sofa flest í húsum, en stærri drengir þó stundum í tjöld- um. Bjálkahúsin standa flest í skógarjaðrinum, og er spölkorn milli þeirra. Þau eru fremur óvönduð liið Bjálkahúsin i skógarjaðrinum. ytra og ekki mikið i þau lagt að innan heldur. Samt eru i þeim öllum arinn, vatnssalerni, rafmagn og bað. — Tjöldin eru öll reist á trégólfum, sem standa á staurum allhátt frá jörðu,svo að nokkur þrep eru upp i þau. Er þetta gert til þess að gólfin fúni ekki að vetrinum, en þau eru ekki rifin á haustin. Vinnu- fólkið sefur flest í tjöldum, nema veitinga- og eld- hússtúlkur, þær soí'a í heimahúsinu. Sameiginlegur matskáli er fyrir fullorðna og stærri börnin, en minnstu börnin matast út af fyrir sig með fóstrum sínum. Er af fremsta inegni reynt að stuðla að þvi, að þetta beri sem mestan keim af einu stóru heimili. Að Aloha Manor dvelja stundum á annað lmndrað manns.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.