Skinfaxi - 01.04.1948, Síða 60
(50
SKINFAXI
Frá félagssfarfinu.
Fræðslu- og skemmtivika Ungmennasambands Austur-Hún-
vetninga
var haldin að Blönduósi um miðjan marz í vetur. Hófst hún
með ársþingi sambandsins. Síðan voru einhver skemmtiatriði
á hverjum degi og varð að lengja hinn ákveðna tíma um tvo
daga, því aðsókn varð svo mikil. Var skemmtivika þessi sótt
úr öllum sveitum A.-Hún. og einnig norðan úr Skagafirði og
úr Vestur-Húnavatnssýslu.
Helztu skemmtiatriði voru þessi: Leikfélag Höfðakaupstað-
ar sýndi sjónleikinn „Almannaróm", kvenfélagið Vaka á
Blönduósi Iiélt leiksýningu eitt kvöldið og Leikfélag Blöndu-
óss sýndi Sjjónleikinn „Mann og konu“ fimm 'sinnum. Aðsókn
að sýningunum var jafnan írijög mikil. Ólafur Ólafsson kristni-
hoði flutti fyrirlestra og sýndi kvikmyndir frá Kina. Kjartan
Ó. Bjarnason sýndi úrval íslenzkra kvikmynda og Blönduóss-
bíó ýmsar kvikmyndir. Margir fyrirlestrar voru fluttir um
ýmis menningar- og framfaramál héraðsins. Kalakór Bólstað-
arhlíðarhrepps söng, undir stjórn Jónasar Tryggvasonar,
Finnstungu. Flest kvöldin var svo dansað að afloknum dag-
skráratriðum.
Veður var mjög hagstætt allan tímann og átti það sinn þátt
i þvi, hversu vcl þcssi fræðslu- og skemmtivika tókst. En
höfuðtilgangur ungmennasamandsins með henni var að efla
heilbrigt skemmtanalíf í héraðinu og ræða nokkuð helztu
framfara- og menningarmál, sem uppi eru á hvcrjum tíma
i sýslunni.
Guðmundur Jónasson, bóndi i Ási, Vatnsdaí, formaður Ung-
muni, vegna þess hversu fjárhagshorfur ríkissjóðs eru í-
skyggilegar, nota sér fyrst um sinn og að minnsta kosti til
1. júlí næstkomandi, lieimild þá er siðasta Alþingi gaf henni,
að fella niður 35% af fjárveitingum þeim, frá síðasta Alþingi,
sem ekki eru bundnar i öðrum lögum, þá eru allar fjárveitingar
úr íþróttasjóði með þeim fyrirvara, að þær lækki um 35%, cf
ríkisstjórnin verður að nota sér umrædda heimild um lækkun
fjárlaganna.
Fjárhagsráð hefur veitt fjárfestingarleyfi fyrir þeim fram-
kvæmdum, sem styrk hlutu og beið íþróttanefndin með út-
hlutunina, þar til álitsgerð fjárliagsráðs lá fyrir. Störf nefnd-
arinnar voru því mjög liáð ákvörðun þess.