Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 18
Filistear Jónas Jónsson frá Hriflu setti bæjarlíf Reykjavíkur á annan endann þegar hann hóf greinaskrif um „dálítinn flokk eöa stétt" manna sem hann nefndi Filistea og voru menn sem hagnýttu sér vammleysi annarra til aö hagnast á löglegan en siölausan hátt. Penni Jónasar var svo hvass aö Skinfaxi rann út. í blaðinu sagöi hann sögur af örlögum þess fólks sem lent haföi í höndum Filisteanna, breytti nöfnum en sögurnar voru eftir bestu vitund sannar. Hér kynnir hann fyrirbærið. „Við íslendingar höfum á síðustu áratugum eignast dálítinn flokk eða stétt, sem ekki á neitt nafn. Oftast eru þeir nefndir kauphéðnar eða braskarar, en þau nöfn eru of almenn. Sá hópur manna sem hér er átt við, lifir á því að flá meðborgarana inn að skyrtunni, hafa fé af þeim sem unt er. Þó eru þeir hvorki þjófar né ræningjar. Það eru gamlar stéttir, sem dragast nú meir og meir aftur úr, því aðþær eru ekki lengur í samræmi við anda tímans. I stað þeirra koma þessir nýju menn. Þeir læðast ekki inn í hús manna um nætur, né storma þau með ofbeldi til féfanga. Þeir koma um hábjarta daga, prúðir og vel búnir og hegða sér í öllu á vísu vel siðaðra manna. Þeir tefja, þiggja beina, kveðja, fara og enginn gætir að fyr en þeir eru farnir, að þeir hafa haft á brott með sér meir eða minna af eignum þess er þeir gistu hjá; stundum aleiguna og mannorðið með. Enginn leið er að veita þeim eftirför til að ná fengnum úr greipum þeirra. Allar gerðir þeirra eru löglegar. List þeirra er í því fólgin að hafa fé af öðrum á löglegan en siðferðislega rangan hátt. Flokkur þessi gerist nú svo „Fyrir misverknaö Filisteanna líöur mörg fjölskylda allar hörmungar fátæktarinnar: hungur klæöleysi, ill húsakynni, sjúkdóma og hverskonar bágindi. Þessvegna er tími til kominn aö hefjast handa gegn hættunni." umsvifamikill, að hans verður oft að geta, og má hann því ekki nafnlaus verða. Til bráðabirgða mætti ef til vill kalla þessa stétt Filistea, uns annað nafn fæst betra. Orðið er Filisteinn var óvinur hinnar útvöldu þjóðar, og hér þeirra manna, sem halda uppi tryggu og siðuðu þjóðfélagi. Hann var fyrrum eftirbátur og er nú kynkippingur, sem fylgir lægri og auvirðilegri lífstefnu en samtíðin. Sigur hans er sigur heimskunnar, grimdarinnar og ranglætisins yfir Jónas Jónsson frá Hriflu. vitinu, siðgæðinu og réttinum. Filistearnir eru orðnir hér að voða, að banvænu meini í þjóðlíkamanum. Og vegna hættunnar verða þeir gerðir hér að umtalsefni, en ekki af því aðþeir séu hugþekkir til náinna viðskifta. Þeir eyðileggja á hverju ári fjölda manna; þeir klófesta ranglega tugi þúsunda af því fé sem heiðvirt fólk hefir dregið saman til framfærslu og menningar sér og sínum. Fyrir misverknað Filisteanna líður mörg fjölskylda allar hörmungar fátæktarinnar: hungur klæðleysi, ill húsakynni, sjúkdóma og hverskonar bágindi. Þessvegnaer tími til kominn af hefjast handa gegn hættunni. Hún færist nær og nær æskumönnum, þótt nú brenni bær hinna fullorðnu. Filistearnir hafa eins og áður var sagt lögin með sér; þeir brjóta anda þeirra í hverju verki, en fylgja og verja sig með forminu. Og við því verður ekki gert. Eina varnar-vonin er í aukinni þekkingu á lífi og starfi Filisteanna. Það þarf að einkenna svo glögglega þessa hættulegu menn, að enginn vilji við þá skifta eða sýna þeim traust, uns þeir snúast til vega heiðarlegra manna. Filistearnir skiftast í allmargar tegundir og verður hér leitast við að lýsa hinum helstu - til viðvörunnar. Það er þó ekki vanda né hættulaust. Það er óhjákvæmilegt að segja frá andstyggilegum gerðum, sem oft hafa blessast furðanlega að ytri 18 Skinfaxi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.