Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 70
GesturGuðmundsson,fyrr\>erandiformaðurBreiðabliksogoftnefndur „faðirfélagsins” .tekurfyrstuskóflustunguna
að upphituðum ogflóðlýstum gervigrasvelli.
Fyrsta skóflustungan á
nýju félagssvœði
Breiðabliks
Upphitaður sandgrasvöllur tekinn í notkun næsta haust
Sunnudaginn 29. október
undirrituðu Kópavogskaupstaðurog
Ungmennafélagið Breiðablik í
Kópavogi samstarfssamning um
uppbyggingu fjölþættrar íþrótta-
aðstöðu á hinu nýja félagssvæði
Breiðabliks viðKópavogsvöll. Strax
að undirritun lokinni tóku
Breiðabliksmenn fyrstu skóflustung-
una að framkvæmdum á svæðinu.
Fyrsta verkefnið sem ráðist er í er
lagning gervigrasvallar, en á 40 ára
afmæli Breiðabliks í byrjun næsta
árs er gert ráð fyrir að hefjast handa
við byggingu félags- og vallar-
aðstöðu. í kjölfarið fylgir síðan
bygging íþróttahúss. I þessum fyrsta
áfanga uppbyggingar á
félagssvæðinu er einnig gert ráð fyrir
kastsvæði fyrir frjálsar íþróttir,
frágangi stíga og gróðurs,
heildarskipulagningu alls svæðisins
ofl.
I deiliskipulagi, sem nú hefur
verið staðfest af Skipulagsstjóm
ríkisins, er til viðbótar gert ráð fyrir
átta tennisvöllum, nýjum grasvelli,
öðru íþróttahúsi, göngu- og
trimmbrautum víða um svæðið og
handknattleiks- og körfuknattleiks-
völlum utan dyra í nágrenninu.
Æfingaraðstaða verður síðan sett upp
fyrir golfiðkendur, reiðstígar lagðir,
aðstaða sett upp fyrir mínígolf og
gert er ráð fyrir því að á vetuma geti
bæjarbúar skautað á upplýstu svelli.
Tímamótamarkandi
samningur
Kristján Guðmundsson, bæjar-
stjóri Kópavogs og Logi Krist-
jánsson, formaður Breiðabliks,
undirrituðu samstarfssamning
aðilanna. I honum er gert ráð fyrir
70
Skinfaxi