Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 23

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 23
í fleiru en einu félagi Hér kemur fyrirspurn frá 1913 til stjórnar UMFÍ um þaö í hversu mörgum félögum maður má vera framkvæmd hjá örfáum mönnum, vegna þess að fjöldinn skilur hvorki né finnur annan tilgang þessu en frægðina. Frægð einstaklingsins. En á slíkum metnaði, hefir líkamsmentun vor engin lífsskilyrði, nema hjá nautsterkum og þvengliðugum mönnum eða þeim, sem eru fæddir þrekmenn og uppaldir til þols og þrautseigju. Fyrir fjöldann verður þessi hlið menningar vorrar, því aðeins annað og meira en nafnið tómt, að hann sjái í anda hið fagra og góða og sterka og frjálsa í manneðlinu, eins og vita eða leiðarljós fyrir samtíð og framtíð. Æskan þarf framvegis að eiga kost á að komast upp á andlegar sjónarhæðir, er veita margfalt meira og miklu fegra útsýni yfir lífið en vér höfum átt að venjast. Það knýr hana áfram til þess að vinna að sínum eigin vexti, andlega og líkamlega. Knýr hana til starfs og dáða. Og þessar hæðir sé eg, í hyllingum reyndar, í lýðháskólahugsjóninni. Stefán Hannesson Mér er kunnugt um það, að allmargir ungmennafélagar eru í fleiri en einu ungmennafélagi sama árið. Dæmi þekki ég þess, að sami maður hefir verið kosinn fulltrúi á fjórðungsþing af tveim félögum, átt að segja fram mál í 3 félögum sama daginn, og sömu stundina og glíma opinberlega sem fulltrúi frá fleirum félögum í einu eða keppa um verðlaun við sjálfan sig. í öllum þessum tilfellum hafa þessir margföldu menn orðið að neita að gegna skyldum sínum í einhverju eða einhverjum félögum og þar með óhlýðnast skuldbindingarskánni í því félagi. Af því eg veit þessa dæmi, en lít svo á að óleyfilegt sé samkvæmt 19. gr. sambands- laganna að vera í fleiru en einu félagi sama ár eða gjaldtímabil (sé það styttra) leyfi ég mér virðingarfylst að spyrja stjóm sunnlendingafjórðungs og sambandsstjóra hvem skilning beri að leggja í orðin „í senn” í 19. gr. sambandslaganna. Hvanneyri - 22. sept 1913 Páll Zóphóníasson. (19. geinin hljóðaði svo og var fljótlega lagfærð og skýrð:) „Sérhver félagsmaður U.M.F.Í. hefir málfrelsi og tillögurétt í hverju félagi, sem er innan sambandsins, án þess að greiða þar nokkur gjöld. Greiði hann félaginu lögboðin gjöld, hefir hann auk þess atkvæðisrétt, þó eigi nema í einu félagi í senn." Sigurjón vann... Íslandsglíman var háð hér í Reykjavík að kvöldi hins 24. sept. eins og auglýst hafði verið. Annars átti að glíma á Isafirði í vor sem leið, samkvæmt ósk Vestfirðinga. En þegar til kom, vildu engir þar taka þátt í glímunni, einhverra orsaka vegna og var henni þá frestað til hausts og vígvöllurinn færður til Reykjavíkur. En þar tók lítið betra við. Einir fjórir kappar vildu glíma. Það voru: Guðmundur Kr. Guðmundsson, U. M. F. R. Kári Arngrímsson, U. M. F. Gaman og alvara. Magnús Jakobsson, U. M. F. Reykdæla. Sigurjón Pétursson, Ármanni Reykjavík. Svo fór að Sigurjón Pétursson felldi alla hina umsvifalaust, og dugði enginn mannlegur máttur móti orku hans. Frásögn af Íslandsglímu áriö 1911 þarsem Sigurjón Pétursson (Sigurjón áÁlafossi) vann meö slíkum yfirburðum aö „...enginn vegur er til aö sigra hann fyrir þá menn sem nú eru komnir á sjónarsviðiö." og „...dugöi enginn mannlegur máttur móti orku hans." Íslandsglíman er að verða að engu, þátttakan minkar með ári hverju, og að sama skapi þverrar áhugi almennings. Að nokkru leyti er þetta því að kenna, að Sigurjón skarar svo mjög fram úr öðrum, að enginn vegur er til að sigra hann fyrir þá menn, sem nú eru komnir á sjónarsviðið. í augum áhorfenda eru því úrslitin ákveðin fyrirfram, og færri vilja leggja á sig það ómak að berjast, þegar engin von er um sigur. I öðru lagi virðist hafa dofnað yfir glímunni yfirleitt, áhuginn hafa minkað að mun. En við svo búið má ekki standa. Ekki geta allir orðið beltishafar fyrir glímuafrek; en öllum stendur opin sú leið, að auka afl sitt og mannsbragð með því að æfa íslensku glímuna. Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.