Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 39

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 39
HSÞ dagurinn í tilefni 75 ára afmælis héraössambands Hátíð á Laugum Það var mikið um að vera á Laugum í S-Þingeyjasýslu aðra helgi í nóvember síðastliðnum. Þá var haldið upp á það að 75 ár eru liðin síðan S-Þingeyingar stofnuðu með sér héraðssamband um ungmennafélögin í héraðinu. Stjórn HSÞ hafði tekið þá ákvörðun að halda ekki upp á afmælið með „hefðbundnum” hætti, þ.e.a.s. með kvölddagskrá, matarveislu og ræðuhöldum. Hugmyndin var sú að nota þetta tækifæri til að kynna sem flestum starfsemi HSÞ í dag og gefa öllum aldurshópum tækifæri til að njóta dagsins. Óhætt er að segja að það tókst afskaplega vel. Veðurguðirnir voru reyndar ekki á bandi héraðssambandsins og hefur það sjálfsagt eitthvað dregið úr aðsókn að Laugum þennan dag að fyrsta snjókoma vetrarins var þennan dag á Laugum með kulda og trekki. Menn héldu sig því innandyra. Aðaldagskráin var í íþróttahúsinu en einnig í kvennaskólahúsinu og Dvergasteini sem er eitt af húsum framhaldsskólans. En við látum myndir og texta hér á eftir tala sínu máli um daginn og það sem fólki var ofarlega í huga. Bridds er nokkuð vinsœlt í Þingeyjarsýslu og það var að sjálfsögðu tekið í spil. Formaður, HSÞ,Jón Freyr Benónýsson, og Gunnar Jóhannsson,framkvæmdastjóri HSÞ, skelltum upp frjálsíþróttaœfingu með krökkunum. Gamla glímukempan Kristján Yngvason var einn þeirra glímumanna sem sýndi á HSÞ deginum, hér tekur hann fast á í axlatökum. Skinfaxi 39

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.