Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 44
Þurfum
“heiðursmannasamkomulag”
„Við hljótum að geta sett okkur einhverjar vinnureglur um samskipti milli
íþróttafélaga. Það er orðin mikilþöifá slíku", segir Sævar Kristjánsson úr
Eilífi í Mývatnssveit.
„Við missum hvern
krakkann af öörum úr Eilífi
í Mývatnssveit og alfariö
úr íþróttinni þegar þeir eru
orðnir 14 ára og fara í
eldri bekki grunnskóla og
framhaldsskóla. Þetta er
mjög vont ástand sem
þarf aö laga hiö fyrsta.”
Sá sem hér talar er Sævar
Kristjánsson úr Eilífi í Mývatnssveit
en hann er einn af þeim sem hafa
unnið svo gott starf í sundíþróttinni
innan HSÞ. Frá þessu starfi var
einmitt sagt í síðasta blaði Skinfaxa.
Sævar segir að þetta ástand sé ekki
vegna þess að krakkamir séu búnir
að missa áhugann á að synda. Þvert
á móti.
Þrír efnilegustu
farnir
„Þeir fara til Akureyrar og víðar”,
segir Sævar, „og þá er það oft sett
sem skilyrði að þeir gangi yfir í
viðkomandi félag, vilji þau æfa þar
sund. Astandið er nú þannig að þrír
af okkar efnilegustu sundmönnum
æfa ekki með okkur lengur. Einn
þeirra er genginn yfir í Óðinn,
Akureyri því hann er þar í skóla á
veturna og tveir eru hættir að æfa
sund. Þeir sáu sér hreinlega ekki
fært að standa í þessu stappi.
Hvað varðar sundfélagið Óðinn á
Akureyri hefur þetta verið heldur
vandræðalegt og leiðinlegt því við
höfum að öðm leyti áttgóð og jákvæð
samskipti við það ágæta fólk sem
þar starfar. En við höfum reynt
samningaleiðina, í tvo mánuði,
síðastliðið haust reyndum við á fá þá
til að leyfa okkar fólki að æfa innan
Óðins meðan þeir væru á Akureyri.
En þeir Óðinsmenn hafa ekki viljað
gefasigmeðþettaskilyrði. Reyndar
byrjaði þetta fyrir einu ári. Þá vom
tveir krakkar frá okkur á Akureyri.
Eftir nokkrar umræður leyfðu þeir
tvímenningunum að æfa með án þess
að þeir skiptu um félag. En þá voru
þeir settir í yngri flokk. Það sættu
strákamir sig ekki við, að æfa með
krökkum sem voru langt fyrir neðan
þeirra getustig. Þeir hættu báðir að
æfa sund en reyndar er annar þeirra
farinn að æfa aftur, genginn í
Sundfélag Hafnarfjarðar og farinn
að æfa með þeim því hann er nýlega
fluttur til Hafnarfjarðar.”
Vilja keppa með
sínu félagi
Sævari og félögum finnst það súrt
í broti að vera búnir að ala upp gott
sundfólk sem þau missa síðan úr
félaginu um leið og það fer í skóla
annars staðar.
„Krakkarnir koma síðan í sína
heimahaga yfir sumarið og vilja
auðvitað fá að keppa með sínu félagi
en fá það ekki vegna þessarar stöðu
mála.
Nú vil ég aftur taka það skýrt fram
að þetta er ekki einskorðað við
sundfélagið Óðinn á Akureyri. Hér
er aðeins um dæmi að ræða. Þar
starfar ágætt fólk sem við höfum átt
gott samstarf við. Það sem ég vil
leggja áherslu á er að íþrótta-
hreyfinginþarfað setjaséreinhverjar
starfsreglur hvað varðar svona mál.
Það er skiljanleg sú röksemd hjá
t.d. Óðinsmönnum, að það sé
einkennileg staða að vera að veita
einstaklingi úr öðru félagi aðgang að
æfingu ogþjálfarahjáþeimogstanda
síðan frammi fyrir því að sami
einstaklingur hirði jafnvel sigur af
þeirra fólki á einhverju mótinu. En
mér finnst að við hljótum að geta sett
okkur einhverjar vinnureglur um
þetta.
Nú gefur Akureyri sig út fyrir að
vera skólabær Norðurlands”, segir
Sævar. „Maður skyldi þá ætla að
þeir aðilar sem hafa þar með þessi
mál að gera sýndu þann félagsþroska
að taka við einhverju fólki sem hefur
orðið við þessu kalli um að koma til
44
Skinfaxi