Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 24
Móðurmálið og þjóðsögurnar ítilefni móðurmálsátaks menntamálaráðuneytisins sem nú er formlega lokið er forvitnilegt að birta hér grein sem sýnir áhuga manna innan ungmennafélaganna á íslensku máli enda var ákvæði um skyldur ungmennafélaga við gott íslenskt mál í lögum félaga Guðmundur Davíðsson „Einn liður á stefnuskrá UMFÍ er sá „að leggja stund á að fegra og hreinsa móðurmálið". Ýmsra bragða hafa félögin beitt til að fullnægja þessu ákvæði og hefir eflaust mörgum þeirra unnist töluvert á í þessu efni. En móðurmálshreinsunin er afskaplega erfitt verk og vandasamt. Jafnvel þeir, sem standa betur að vígi en ungmennafélögin, og eru lærðari þeim í móðurmálinu, standa uppi ráðalausir með málhreinsunina. Og sannast að segja eru lærðu mennimir, sumir hverjir, engin fyrirmynd í íslenzku, hvorki í ræðu eða riti. Til þeirra verður því varla flúið. En hvert er þá hyggilegast að snúa sér í þessu efni. Tilbestu íslensku bókmentanna mun margur svara. Víst er um það, að þangað eiga menn erindi, en þó sérstaklega til einnar tegundar þeirra: Þjóðsagnanna: Þjóðsögumar eru sá brunnur, íslenskrar málfegurðar, sem seint mun verða þurausinn. Þennan bmnn hafa Ungmennafélagar heima í sveitunum hjá sér, og það ekki einungis í ýmsum prentuðum bókum heldur - og ekki hvað síst lifandi á vörum fólksins. Þjóðsögumar eru altaf að skapast. í hverri sveit eru konur og karlar, sem kunna einhverjar sögur, sem fáir eða engir aðrir þekkja. Til þessara manna ættu ungmennafélagar að snúa sér, og fá þá til að leysa frá skjóðunni og færa síðan sögurnar í letur. Unglingum er ekki veitt betri skemtun en að hlusta á gamla fólkið segja þjóðsögur og æfintýri í rökkrinu á vetrarkvöldunum. Og það er vafasamt hvort nokkur aðferð í móðurmálskenslu stendur þessari á sporði. í frásögunni Vilji ungmennafélagar reyna nýja aöferö til aö „fegra og hreinsa móöurmáliö" ættu þeir að safna þjóösögum hver í sinni sveit, og gefa tóm til að segja þær, eöa lesa upp á félagsfundum, sennilegayrði ekki aðrarskemtanir betur þegnar á fundum en vel sögö draugasaga eöa æfintýri. verður málið óþvingað, fagurt og hreint eins og vatn úr tærri uppsprettulind, það er talað út úr hug og hjarta sögumannsins. Aheyrandinn gleypir hverja setningu og hvert orð, svo efnið með viðeigandi orðavali, festist í minni hans. Þannig berst sagan mann frá manni. Nú á dögum rignir niður íslenzkum málfræðisbókum. Enginn er álitinn að kunna að tala eða rita móðurmál sitt, nema hann sé „útfarinn" í flóknum orðabeygingum og ákveðnum málfræðisreglum. Verður ekki annað séð, síðan þessar fræðibækur fóru að ryðja sér til rúms, en að íslenskunni hafi stórum hrakað. Þó að þeim sé, að sönnu ekki um að kenna, hafa þær samt ekki komið í veg fyrir dönsku slettumar og ambögurnar, sem nú einkenna mælt mál. Málfræðis moldviðrið hefir ekki ruglað íslenzkuna hjá eldra fólkinu, þessvegna hefir því tekist að tala fagurt og látlaust mál. Vilji ungmennafélagar reyna nýja aðferð til að „ fegra og hreinsa móðurmálið" ættu þeir að safna þjóðsögum hver í sinni sveit, og gefa tóm til að segja þær, eða lesa upp á félagsfundum, sennilega yrðu ekki aðrar skemtanir betur þegnar á fundum en vel sögð draugasaga eða æfintýri. 24 Skinfaxi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.