Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 27
Af Ströndum
Fimleikaflokkur árið 1943.
Mín fyrstu kynni af þessum
félagsskap voru þau, að Umf. Neisti,
sem stofnað var í Kaldrananeshreppi
í Strandasýslu 1924, gekkst fyrir
kappslætti og kapprakstri í Nesflóa
1927 og tvö næstu ár. Þetta var góð
skemmtun og áhugaverð keppni og
man ég glöggt eftirvæntinguna á
úrslitunum.
Áárunum 1928 til 1931 stóðfélagið
að íþróttanámskeiðum á
Kaldrananesi í glímu, fimleikum og
Þá og nú...
Þær skyndimyndir sem hér eru
dregnar upp frá löngu liðnum tíma,
hafa tvennan tilgang. Annars vegar
þann að minna á hvað margt var gert
á þessum tíma í íþrótta- og
félagsmálum við lélegar aðstæður,
þegar næg samstaða og vi lji var fyrir
hendi. Hinsvegarþannaðauðvelda
ungu fólki í dag samanburð á þeirri
íþróttaaðstöðu sem fólkið í landinu
bjó við fyrr á árum og þeim miklu
mannvirkjum sem í dag hafa verið
gerð og byggð fyrir íþróttastarfsemi
og félagsmál vítt um landið. Þó má
hvergi slaka á í þeirri uppbyggingu.
Þrátt fyrir glæsileik síðustu
Landsmóta hygg ég að 20.
Landsmótið í Mosfellsbæ á næsta
sumri valdi tímamótum í sögu
mótanna vegna glæsilegrar
keppnisaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir.
Samanburður á aðstöðu á því móti
og Hvanneyrarmótinu verður því
auðveldur. Sá samanburður hlýtur
að staðfesta þær miklu framfarir sem
átt hafa sér stað á síðustu áratugum á
þessu sviði og flestum öðrum.
Og þá er það lokaspumingin, til
lesenda: Hafaekkiungmennafélögin
í landinu með Skinfaxa sér við hlið
átt nokkum þátt í öl lum þessum miklu
framförum?
vikivökum. Kennari var Stefán E.
Jónsson frá Ingunnarstöðum í
Geiradal. Hann var einn úr
sýningarflokki Glímufélagsins
Ármanns í Reykjavík sem fór í
sýningaferðir um Norðurlönd og til
Þýskalands á þessum árum, undir
stjóm Jóns Þorsteinssonar.
Ég var þátttakandi í einu þessara
námskeiða og þótti mér þetta bæði
merkileg og áhugaverð lífsreynsla í
fásinni sveitarinnar. Einnig tóku
eldri systkini mín þátt í námskeiðum
þessum. Þannigkomstégísnertingu
við íþróttastarf. Ég er ekki í neinum
vafa um, að áhrif frá þessum
námskeiðum hafa valdið því að hugur
minn hneigðist til íþróttamála og
óska um að komast í skóla, þar sem
íþróttir væru stundaðar.
Árið 1928 var Sundfélagið Grettir
í Bjamarfirði stofnað. Áhuginn var
mikill. Grafinvarogbyggðtorflaug,
8x16 metrar í Kýlalæknum á
Svanshóli, en í hann rann heitt vatn
úr uppsprettum ofan við bæinn.
Vatnið var því hæfilega volgt. Sund
hafði ég lært þá um vorið í Hveravík.
I þessari sundlaug var nú synt í góðu
samfélagi við hornsíli og aðrar
lífverur, er í volgu vatni lifa. Ekki
þótti samt þessi torflaug nógu góð.
Því var ákveðið að steypa hana upp,
sem gert var 1929 á fremur
frumstæðan hátt. Allt þetta var gert
af miklum áhuga og samtakamætti.
Enda var kjörorð félagsins; „Allir
eitt”. I þessari sundlaug var kennt
fram yfir 1940, en arftaki hennar,
„Gvendarlaug hins góða” var by ggð
á árunum 1943-1947. Ég hefi nú
dvalið nokkuð við þessa löngu liðnu
tíma í þeirri trú að öllum sé hollt að
muna uppruna sinn.
Skinfaxi
27