Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 27
Af Ströndum Fimleikaflokkur árið 1943. Mín fyrstu kynni af þessum félagsskap voru þau, að Umf. Neisti, sem stofnað var í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu 1924, gekkst fyrir kappslætti og kapprakstri í Nesflóa 1927 og tvö næstu ár. Þetta var góð skemmtun og áhugaverð keppni og man ég glöggt eftirvæntinguna á úrslitunum. Áárunum 1928 til 1931 stóðfélagið að íþróttanámskeiðum á Kaldrananesi í glímu, fimleikum og Þá og nú... Þær skyndimyndir sem hér eru dregnar upp frá löngu liðnum tíma, hafa tvennan tilgang. Annars vegar þann að minna á hvað margt var gert á þessum tíma í íþrótta- og félagsmálum við lélegar aðstæður, þegar næg samstaða og vi lji var fyrir hendi. Hinsvegarþannaðauðvelda ungu fólki í dag samanburð á þeirri íþróttaaðstöðu sem fólkið í landinu bjó við fyrr á árum og þeim miklu mannvirkjum sem í dag hafa verið gerð og byggð fyrir íþróttastarfsemi og félagsmál vítt um landið. Þó má hvergi slaka á í þeirri uppbyggingu. Þrátt fyrir glæsileik síðustu Landsmóta hygg ég að 20. Landsmótið í Mosfellsbæ á næsta sumri valdi tímamótum í sögu mótanna vegna glæsilegrar keppnisaðstöðu fyrir frjálsar íþróttir. Samanburður á aðstöðu á því móti og Hvanneyrarmótinu verður því auðveldur. Sá samanburður hlýtur að staðfesta þær miklu framfarir sem átt hafa sér stað á síðustu áratugum á þessu sviði og flestum öðrum. Og þá er það lokaspumingin, til lesenda: Hafaekkiungmennafélögin í landinu með Skinfaxa sér við hlið átt nokkum þátt í öl lum þessum miklu framförum? vikivökum. Kennari var Stefán E. Jónsson frá Ingunnarstöðum í Geiradal. Hann var einn úr sýningarflokki Glímufélagsins Ármanns í Reykjavík sem fór í sýningaferðir um Norðurlönd og til Þýskalands á þessum árum, undir stjóm Jóns Þorsteinssonar. Ég var þátttakandi í einu þessara námskeiða og þótti mér þetta bæði merkileg og áhugaverð lífsreynsla í fásinni sveitarinnar. Einnig tóku eldri systkini mín þátt í námskeiðum þessum. Þannigkomstégísnertingu við íþróttastarf. Ég er ekki í neinum vafa um, að áhrif frá þessum námskeiðum hafa valdið því að hugur minn hneigðist til íþróttamála og óska um að komast í skóla, þar sem íþróttir væru stundaðar. Árið 1928 var Sundfélagið Grettir í Bjamarfirði stofnað. Áhuginn var mikill. Grafinvarogbyggðtorflaug, 8x16 metrar í Kýlalæknum á Svanshóli, en í hann rann heitt vatn úr uppsprettum ofan við bæinn. Vatnið var því hæfilega volgt. Sund hafði ég lært þá um vorið í Hveravík. I þessari sundlaug var nú synt í góðu samfélagi við hornsíli og aðrar lífverur, er í volgu vatni lifa. Ekki þótti samt þessi torflaug nógu góð. Því var ákveðið að steypa hana upp, sem gert var 1929 á fremur frumstæðan hátt. Allt þetta var gert af miklum áhuga og samtakamætti. Enda var kjörorð félagsins; „Allir eitt”. I þessari sundlaug var kennt fram yfir 1940, en arftaki hennar, „Gvendarlaug hins góða” var by ggð á árunum 1943-1947. Ég hefi nú dvalið nokkuð við þessa löngu liðnu tíma í þeirri trú að öllum sé hollt að muna uppruna sinn. Skinfaxi 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.