Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 20
V ngmennafélögin, stjórnmálaflokkarnir og fáninn. Þessi grein birtist í desemberblaði Skinfaxa árið 1911, var eftir Tryggva Þórhallsson, síðar ráðherra og fjallaði um ungmennafélögin og pólitíkina. „Ungmennafélög eru nú um alt ísland. Þau eru nálega í öllum hinum þéttbyggðari sveitum. Og þeim fjölgar með ári hverju. Allmörg þeirra hafa þegar myndað samband með sér, og vonin er, að þau muni öll innan skamms sameinast. Það er því verulega áríðandi, að þau fari ekki inn á neina glapstigu. Einn allra hættulegasti glapstigurinn, sem félögin geta lent á, er sá ef þau lenda í pólitísku flokkadeilunni, sem nú er orðin svo rík með þjóðinni. Eg fæ ekki betur séð, en að félögin færu alveg út um þúfur, ef þau lentu í því moldviðri. Þau myndu þá bæði fyrirgera einingunni innávið, og virðingunni og samúðinni útávið." Afstaða ungmennafélaga Eg vil þess vegna reyna ða gera grein fyri því, hver afstaða Ungmennafélaganna á að vera til stjómamálflokkanna, bæði vegna þess, að þar er hættan opin og líka vegna þess, að fram hefir komið misskilningur um það, sérstaklega hér í Reykjavík. Misskilningur þessi er að sumu leyti ekki óeðlilegur, vegna þess að Ungmennafélögin eru fyrst og fremst þjóðleg félög, þá hljóta þau að hafa fyrir augum alt það, sem verða má landi og þjóð til hags og Tryggvi Þórhallsson þrifa. Fyrir því er það sameiginleg hugsjón allra Ungmennafélaga - sem og auðvitað allra Islendinga - að verða einhvem tíma algerlega sjálfstæðþjóð." Það sem sameinar... „En af þessu leiðir ekki, að Ungmennafélögin þurfi að slást í för með einhverjum vissum stjómmálaflokki. Einstakir félagar geta gert það, en félögin, sem heild, gera það ekki. Eg lít svo á, að þetta markmið, að Islendingar verði einhverntíma sjálfstæð þjóð, sé sameiginlegt með öllum stjómmálaflokkum, það eitt skilur með þeim, hverjar leiðir á að fara. Þetta sameiginlega markmið eiga Ungmennafélögin með flokkunum. Um þetta eru þau því fylgjandi öllum flokkum, en kriturnar milli flokkanna koma þeim ekkert við. Það er hugsanlegt, og ef til vill líklegt, að einhvern tíma í framtíðinni muni Ungmenna- félögin taka beinan þátt í sjálfstæðisbaráttunni, t. d. á líkan hátt og félögin í Noregi, en þangað er alllangt í land. Og það verður þá því að eins, að þjóðin öll þurfi að rísa gegn erlendu valdi; gagnvart innlendum flokksmálum taka félögin aldrei afstöðu." Fáninn enn... „í þessu sambandi verð eg að minnast á afskifti Ungmennafélaganna af fánamálinu, og eg vil einmitt skýra þau afskipti út frá þessari skoðun minni um afstöðu Ungmenna- félaganna til flokkanna. Fáninn er tákn sjálfstæðrar þjóðar. Ur því við keppum að því að vera sjálfstæð þjóð, keppum við að því að eignast fána. En okkur Ungmennafélögum finst það vera of seint að fara að sjá okkur fyrir fána, þegar við verðum stjálfstæð þjóð. Við viljum áður vera búnir að fá þegjandi viðurkenningu fyrir honum. 20 Skinfaxi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.