Skinfaxi - 01.12.1989, Page 35
Utbreiðið Skinfaxa
Þessi grein er birt áriö 1911, þegar Skinfaxi er tveggja ára. Skinfaxi er
þarna í mikilli uppsveiflu, Jónas Jónsson er nýlega tekinn viö stjórninni
hugurinn er mikill og skilaboðin eru klassísk.
„Kaupendum Skinfaxa hefir
fjölgað um þriðjung síðustu
mánuðina. En þeim þarf að fjölga
enn meir, ekki vegna blaðsins
sjálfs, heldur vegna æskunnar í
landinu. Ungmennafélögin og
blöð þeirra keppa um mannssálir
við sundrungarseggina í landinu.
Okkur sýnist, að besta ráðið til
sannra framfara sé að vinna sjálfir
að því að bæta lífið í landinu.
Þessvegna útbreiðum við góðar
bækur, græðum tré kring um
hýbýli okkar, æfum íþróttir,
reisum samkomuhús, stofnum
heyforðabúr, ryðjum vegi o. s. frv.
Keppinautar okkar fara aðra leið.
Þeir tala. Þeir tala um samninga
og samningsrof, um ráðherraball,
um lög og lagabreytingar, um
stöðu íslands í heiminum. Og um
það að fá völd fyrir sinn flokk og
ráða á þingi, í bæjarstjómum,
skattanefndum, sýslunefndum og
öllum þeim öðrum nefndum, sem
til eru með þjóðinni.
Við Ungmennafélagar trúum
Jónas Jónsson segir hér
„keppinauta" ungmennafélaganna
fara vondar leiðir; tala um
samningsrof ráðherraböll ogfleira..
En fyrst og fremst tala.
statt og stöðugt, að okkar aðferð sé
betri og göfugri. Þessvegna viljum
við fá sem flesta í baráttuna með
okkur. Og þeir sem lesa Skinfaxa,
Tilkynning í
Skinfaxa á fyrstu
árum blaðsins
Allmargar ritgerðir
hafa verið sendar
Skinfaxa, sem veröa
aö bíöa enn sökum
rúmleysis. Eru
höfundar beönir
velvirðingar á þeim
óhjákvæmilega
drætti.
fá að heyra um okkar stefnu og
okkar athafnir. Eitthið
sjálfsagðasta verk allr starfandi
félagsmanna er því að útbreiða
blaðið sem mest þeir mega."
Grettistaki lyft!
Þessi mynd hirtist
reyndar ekki í
Skinfaxa 1911 með
þessari grein en hún
var notuð síðar til að
herða menn í að
úthreiða og bceta
hlaðið.
Auglýsing.
1. og 5. tölublað af
I. ári og 1. - 8. bl. af
III. ári Skinfaxa eru
keypt háu veröi á
afgreiðslu blaðsins.
Skinfaxi var þrautlesinn á þessum
árum, svo ntikið að útgefendur
voru í vandræðum með eigin
eintök. Þessi auglýsing birtist í
blaðinu árið 1914.
Skinfaxi
35