Skinfaxi - 01.12.1989, Page 41
„Ofsalega gaman"
Ungar fimleikastúlkur
úr Völsungi frá
Húsavík sýndu listir
sínar á
kynningardeginum á
Laugum
Hér eru þœr dömurnar úr íþróttafélaginu Völsungi á Húsavík,fimleikadeild.
Þœr gœtu alveg hugsað sér að komast í Mosfellshœ í júlí nœstkomandi, á
Landsmót UMFÍ.
Stúlkumar voru 14 talsins og
sýndu stökk á dýnu og trampólíni.
Sú sem hafði helst orð fyrir þeim
heitir og sagði hún að þær væru
flestar búnar að æfa í þrjá vetur.
Aðspurð um þátttöku á Landsmótið
í Mosfellsbæ sagði hún að einhverjar
þeirra færu. „Þjálfarinn okkar er
búinn að vera að tala um það en það
er ekki búið að ákveða hverjar það
verða. Þaðkemuríljós. Enþettaer
ofsalega gaman og okkur hefur farið
mikið fram undanfarið. Það kom
þjálfari frá Fimleikasambandi
Þœr stóðust ekki mátið að
fá að stilla aðeins upp fyrir
Ijósmyndara,
Völsungsstúlkurnar.
íslands til Húsavíkur og hélt
námskeið hjá okkur. Það var mjög
skemmtilegt en líka erfitt. Við vorum
á 3 til 5 tíma æfingum hjá honum.
Þetta var í 3 daga og við vorum í tíu
tíma á æfingum hjá honum í heild.
Venjulega erum við í einn
klukkutímaíeinu. Þaðersvolítiðaf
tímum sem hægt er að fá í
íþróttahúsinu á Húsavík. Við erum
þrisvar í viku með æfingu,
klukkutíma í einu. Það var ein stelpa
úr Reykjavík sem er í fimleikum
sem sagði að hún æfí sex sinnum í
viku, þrjá klukkutíma í einu.”
Stúlkumar sögðust svo til ekkert
hafa keppt. Við höfum einu sinni
keppt á innanfélagsmóti en ekkert
meir.”
Þrátt fyrir litla reynslu í
fimleikunum og fáarkeppnir semmtu
þær sér greinilega vel og vildu ólmar
stilla upp fyir Skinfaxa. Myndimar
sýna það.
1H
Skinfaxi
41